Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2017 11:34 Sveinn Gestsson, bóndi á Staðarfelli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00