Trúarþrek er fyrir bæði líkama og sál Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. febrúar 2017 10:00 Bjarni Karlsson og Sigurbjörg Ágústsdóttir ásamt söfnuði sínum í „stærstu kirkju landsins“ Þau séra Bjarni Karlsson og Sigurbjörg Ágústsdóttir íþróttakennari settu saman svokallað Trúarþrek, þrektíma í World Class þar sem þátttakendur auka andlega og líkamlega hreysti á sama tíma, með alhliða þjálfun þar sem sálin er ekki skilin út undan. „Þetta er konsept sem ég er búinn að hugsa lengi. Alltaf þegar ég er að hlaupa, synda eða gera æfingar – taka metrana mína, þá er það tíminn þegar ég er að íhuga. Það hefur alltaf verið, þarna er ég að semja eitthvað í huganum, að taka íhugun og bæn. Eitt sinn sat ég í klefanum og var að ræða við Bjössa í World Class og hann sagði: „Þú gerir þér grein fyrir að World Class er stærsta kirkjan, hvenær ætlar þú að messa hérna?“ og ég sagði við hann: „Þetta er nú dýrt sko, ég gæti átt eftir að taka mark á þessu,“ en hann sagðist vera að meina þetta. Svo leið töluverður tími og þetta endaði með að ég sagði honum frá hugmyndinni minni og þetta varð að veruleika,“ segir Bjarni Karlsson prestur sem ákvað að byrja með tímana Trúarþrek í World Class.Hvernig fer þetta fram, predikar þú yfir fólkinu á meðan það svitnar? „Nei, það sem gerist er að í upphafi tímans gef ég fólki eitt umhugsunarefni til þess að taka inn í tímann. Síðast sagði ég fólki að hugsa um meðvirkni og bað alla að hugsa um fólkið í lífi sínu sem það á í meðvirkum samskiptum við. Á meðan fólk púlar þá hugsar það um efnið og síðan þegar allir eru búnir og fara í teygjurnar þá segi ég eina af 1001 sögu úr Biblíunni, ég vel eina sögu sem ég á gott með að segja og tengist umhugsunarefninu. Um leið og fólk er búið að teygja og leggst sveitt á dýnu þá kemur íhugun og þá tengi ég þessa sögu við mína reynslu og annarra.“Ertu einn í þessu? „Ég fékk alveg frábæra konu sem heitir Sigurbjörg Ágústsdóttir með mér í lið, hún er menntaður íþróttakennari og mikill fagmaður í þessu og við bara suðum saman góðan alhliða þrektíma, þannig að fólk virkilega reyni á sig og svitni, og íhugun um leið. Sigurbjörg les hópinn og nær að láta alla hreyfa sig þannig að þeir reyni á og fái mikið út úr tímanum hvernig sem þreki þeirra er háttað.“Hvernig hefur svo gengið? „Þetta er klárlega konsept sem virkar. Það er alltaf að fjölga í tímum. Við vorum sjö til að byrja með, svo urðum við tólf og núna síðast vorum við fimmtán eða sextán. Það er alltaf að bætast í hópinn, fólk er að koma og njóta.“Hreyfir þú þig mikið? „Ég byrjaði þegar World Class var opnað á sínum tíma. Við hjónin höfum verið þarna alveg frá upphafi. Þetta er hluti af okkar lífsstíl, að reyna að hreyfa sig og halda heilsu. Hreyfing og íhugun er besta geðlyfið. Ef fólk ætlar að halda heilbrigði líkama og sálar þá þarf að hreyfa sig og lifa virku andlegu lífi, vera andlega meðvitaður, það segi ég. Þess vegna hugsaði ég með mér að þarna væri tækifæri til að miðla, því að maður getur jú ekki gefið nema það sem maður á. Þarna er eitthvað sem ég þekki og það er gaman að geta miðlað því.“ Trúarþrekstímarnir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í Laugum. Þess má geta að næsta umhugsunarefni er hvorki meira né minna en dauðinn. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Þau séra Bjarni Karlsson og Sigurbjörg Ágústsdóttir íþróttakennari settu saman svokallað Trúarþrek, þrektíma í World Class þar sem þátttakendur auka andlega og líkamlega hreysti á sama tíma, með alhliða þjálfun þar sem sálin er ekki skilin út undan. „Þetta er konsept sem ég er búinn að hugsa lengi. Alltaf þegar ég er að hlaupa, synda eða gera æfingar – taka metrana mína, þá er það tíminn þegar ég er að íhuga. Það hefur alltaf verið, þarna er ég að semja eitthvað í huganum, að taka íhugun og bæn. Eitt sinn sat ég í klefanum og var að ræða við Bjössa í World Class og hann sagði: „Þú gerir þér grein fyrir að World Class er stærsta kirkjan, hvenær ætlar þú að messa hérna?“ og ég sagði við hann: „Þetta er nú dýrt sko, ég gæti átt eftir að taka mark á þessu,“ en hann sagðist vera að meina þetta. Svo leið töluverður tími og þetta endaði með að ég sagði honum frá hugmyndinni minni og þetta varð að veruleika,“ segir Bjarni Karlsson prestur sem ákvað að byrja með tímana Trúarþrek í World Class.Hvernig fer þetta fram, predikar þú yfir fólkinu á meðan það svitnar? „Nei, það sem gerist er að í upphafi tímans gef ég fólki eitt umhugsunarefni til þess að taka inn í tímann. Síðast sagði ég fólki að hugsa um meðvirkni og bað alla að hugsa um fólkið í lífi sínu sem það á í meðvirkum samskiptum við. Á meðan fólk púlar þá hugsar það um efnið og síðan þegar allir eru búnir og fara í teygjurnar þá segi ég eina af 1001 sögu úr Biblíunni, ég vel eina sögu sem ég á gott með að segja og tengist umhugsunarefninu. Um leið og fólk er búið að teygja og leggst sveitt á dýnu þá kemur íhugun og þá tengi ég þessa sögu við mína reynslu og annarra.“Ertu einn í þessu? „Ég fékk alveg frábæra konu sem heitir Sigurbjörg Ágústsdóttir með mér í lið, hún er menntaður íþróttakennari og mikill fagmaður í þessu og við bara suðum saman góðan alhliða þrektíma, þannig að fólk virkilega reyni á sig og svitni, og íhugun um leið. Sigurbjörg les hópinn og nær að láta alla hreyfa sig þannig að þeir reyni á og fái mikið út úr tímanum hvernig sem þreki þeirra er háttað.“Hvernig hefur svo gengið? „Þetta er klárlega konsept sem virkar. Það er alltaf að fjölga í tímum. Við vorum sjö til að byrja með, svo urðum við tólf og núna síðast vorum við fimmtán eða sextán. Það er alltaf að bætast í hópinn, fólk er að koma og njóta.“Hreyfir þú þig mikið? „Ég byrjaði þegar World Class var opnað á sínum tíma. Við hjónin höfum verið þarna alveg frá upphafi. Þetta er hluti af okkar lífsstíl, að reyna að hreyfa sig og halda heilsu. Hreyfing og íhugun er besta geðlyfið. Ef fólk ætlar að halda heilbrigði líkama og sálar þá þarf að hreyfa sig og lifa virku andlegu lífi, vera andlega meðvitaður, það segi ég. Þess vegna hugsaði ég með mér að þarna væri tækifæri til að miðla, því að maður getur jú ekki gefið nema það sem maður á. Þarna er eitthvað sem ég þekki og það er gaman að geta miðlað því.“ Trúarþrekstímarnir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í Laugum. Þess má geta að næsta umhugsunarefni er hvorki meira né minna en dauðinn.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira