Trúarþrek er fyrir bæði líkama og sál Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. febrúar 2017 10:00 Bjarni Karlsson og Sigurbjörg Ágústsdóttir ásamt söfnuði sínum í „stærstu kirkju landsins“ Þau séra Bjarni Karlsson og Sigurbjörg Ágústsdóttir íþróttakennari settu saman svokallað Trúarþrek, þrektíma í World Class þar sem þátttakendur auka andlega og líkamlega hreysti á sama tíma, með alhliða þjálfun þar sem sálin er ekki skilin út undan. „Þetta er konsept sem ég er búinn að hugsa lengi. Alltaf þegar ég er að hlaupa, synda eða gera æfingar – taka metrana mína, þá er það tíminn þegar ég er að íhuga. Það hefur alltaf verið, þarna er ég að semja eitthvað í huganum, að taka íhugun og bæn. Eitt sinn sat ég í klefanum og var að ræða við Bjössa í World Class og hann sagði: „Þú gerir þér grein fyrir að World Class er stærsta kirkjan, hvenær ætlar þú að messa hérna?“ og ég sagði við hann: „Þetta er nú dýrt sko, ég gæti átt eftir að taka mark á þessu,“ en hann sagðist vera að meina þetta. Svo leið töluverður tími og þetta endaði með að ég sagði honum frá hugmyndinni minni og þetta varð að veruleika,“ segir Bjarni Karlsson prestur sem ákvað að byrja með tímana Trúarþrek í World Class.Hvernig fer þetta fram, predikar þú yfir fólkinu á meðan það svitnar? „Nei, það sem gerist er að í upphafi tímans gef ég fólki eitt umhugsunarefni til þess að taka inn í tímann. Síðast sagði ég fólki að hugsa um meðvirkni og bað alla að hugsa um fólkið í lífi sínu sem það á í meðvirkum samskiptum við. Á meðan fólk púlar þá hugsar það um efnið og síðan þegar allir eru búnir og fara í teygjurnar þá segi ég eina af 1001 sögu úr Biblíunni, ég vel eina sögu sem ég á gott með að segja og tengist umhugsunarefninu. Um leið og fólk er búið að teygja og leggst sveitt á dýnu þá kemur íhugun og þá tengi ég þessa sögu við mína reynslu og annarra.“Ertu einn í þessu? „Ég fékk alveg frábæra konu sem heitir Sigurbjörg Ágústsdóttir með mér í lið, hún er menntaður íþróttakennari og mikill fagmaður í þessu og við bara suðum saman góðan alhliða þrektíma, þannig að fólk virkilega reyni á sig og svitni, og íhugun um leið. Sigurbjörg les hópinn og nær að láta alla hreyfa sig þannig að þeir reyni á og fái mikið út úr tímanum hvernig sem þreki þeirra er háttað.“Hvernig hefur svo gengið? „Þetta er klárlega konsept sem virkar. Það er alltaf að fjölga í tímum. Við vorum sjö til að byrja með, svo urðum við tólf og núna síðast vorum við fimmtán eða sextán. Það er alltaf að bætast í hópinn, fólk er að koma og njóta.“Hreyfir þú þig mikið? „Ég byrjaði þegar World Class var opnað á sínum tíma. Við hjónin höfum verið þarna alveg frá upphafi. Þetta er hluti af okkar lífsstíl, að reyna að hreyfa sig og halda heilsu. Hreyfing og íhugun er besta geðlyfið. Ef fólk ætlar að halda heilbrigði líkama og sálar þá þarf að hreyfa sig og lifa virku andlegu lífi, vera andlega meðvitaður, það segi ég. Þess vegna hugsaði ég með mér að þarna væri tækifæri til að miðla, því að maður getur jú ekki gefið nema það sem maður á. Þarna er eitthvað sem ég þekki og það er gaman að geta miðlað því.“ Trúarþrekstímarnir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í Laugum. Þess má geta að næsta umhugsunarefni er hvorki meira né minna en dauðinn. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Þau séra Bjarni Karlsson og Sigurbjörg Ágústsdóttir íþróttakennari settu saman svokallað Trúarþrek, þrektíma í World Class þar sem þátttakendur auka andlega og líkamlega hreysti á sama tíma, með alhliða þjálfun þar sem sálin er ekki skilin út undan. „Þetta er konsept sem ég er búinn að hugsa lengi. Alltaf þegar ég er að hlaupa, synda eða gera æfingar – taka metrana mína, þá er það tíminn þegar ég er að íhuga. Það hefur alltaf verið, þarna er ég að semja eitthvað í huganum, að taka íhugun og bæn. Eitt sinn sat ég í klefanum og var að ræða við Bjössa í World Class og hann sagði: „Þú gerir þér grein fyrir að World Class er stærsta kirkjan, hvenær ætlar þú að messa hérna?“ og ég sagði við hann: „Þetta er nú dýrt sko, ég gæti átt eftir að taka mark á þessu,“ en hann sagðist vera að meina þetta. Svo leið töluverður tími og þetta endaði með að ég sagði honum frá hugmyndinni minni og þetta varð að veruleika,“ segir Bjarni Karlsson prestur sem ákvað að byrja með tímana Trúarþrek í World Class.Hvernig fer þetta fram, predikar þú yfir fólkinu á meðan það svitnar? „Nei, það sem gerist er að í upphafi tímans gef ég fólki eitt umhugsunarefni til þess að taka inn í tímann. Síðast sagði ég fólki að hugsa um meðvirkni og bað alla að hugsa um fólkið í lífi sínu sem það á í meðvirkum samskiptum við. Á meðan fólk púlar þá hugsar það um efnið og síðan þegar allir eru búnir og fara í teygjurnar þá segi ég eina af 1001 sögu úr Biblíunni, ég vel eina sögu sem ég á gott með að segja og tengist umhugsunarefninu. Um leið og fólk er búið að teygja og leggst sveitt á dýnu þá kemur íhugun og þá tengi ég þessa sögu við mína reynslu og annarra.“Ertu einn í þessu? „Ég fékk alveg frábæra konu sem heitir Sigurbjörg Ágústsdóttir með mér í lið, hún er menntaður íþróttakennari og mikill fagmaður í þessu og við bara suðum saman góðan alhliða þrektíma, þannig að fólk virkilega reyni á sig og svitni, og íhugun um leið. Sigurbjörg les hópinn og nær að láta alla hreyfa sig þannig að þeir reyni á og fái mikið út úr tímanum hvernig sem þreki þeirra er háttað.“Hvernig hefur svo gengið? „Þetta er klárlega konsept sem virkar. Það er alltaf að fjölga í tímum. Við vorum sjö til að byrja með, svo urðum við tólf og núna síðast vorum við fimmtán eða sextán. Það er alltaf að bætast í hópinn, fólk er að koma og njóta.“Hreyfir þú þig mikið? „Ég byrjaði þegar World Class var opnað á sínum tíma. Við hjónin höfum verið þarna alveg frá upphafi. Þetta er hluti af okkar lífsstíl, að reyna að hreyfa sig og halda heilsu. Hreyfing og íhugun er besta geðlyfið. Ef fólk ætlar að halda heilbrigði líkama og sálar þá þarf að hreyfa sig og lifa virku andlegu lífi, vera andlega meðvitaður, það segi ég. Þess vegna hugsaði ég með mér að þarna væri tækifæri til að miðla, því að maður getur jú ekki gefið nema það sem maður á. Þarna er eitthvað sem ég þekki og það er gaman að geta miðlað því.“ Trúarþrekstímarnir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í Laugum. Þess má geta að næsta umhugsunarefni er hvorki meira né minna en dauðinn.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira