Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Benedikt Bóas skrifar 15. desember 2017 11:00 Samkvæmt nefndinni um endurgreiðslu fór fyrir brjóstið á henni að Kórar Íslands væru í beinni útsendingu. Vísir/Daníel Þór Ágústsson „Við erum að leita leiða um hvað við getum gert í þessari stöðu því við trúum þessu varla ennþá,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, en endurgreiðsla upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar við þáttaröðina Kórar Íslands, sem framleidd var fyrir Stöð 2, fæst ekki. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Gert var ráð fyrir endurgreiðslunni þegar ákveðið var að gera þáttaröðina og tap Sagafilm því mikið. Farið verður yfir málið með lögfræðingum á næstu dögum, að sögn Hilmars, sem er allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Í dómi nefndar um endurgreiðslu kemur fram að til að fá endurgreiðsluna þurfi að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fá aðeins þrjú og uppfylla ekki atriði sem snúa að vísun í sögupersónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélaginu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn sé ekki byggður á bókmenntaverki, það sé engin sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram í framleiðslu þáttanna.Samkvæmt Saga Film bjuggust þeir við að fá 14 menningarstig fyrir þættina um Kóra Íslands en fengu aðeins þrjú. Fréttablaðið/Daníel ÁgústssonÞá er ekki vísað nóg til íslenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fær þáttaröðin aðeins eitt stig þar. Sagafilm metur að með sanngirni eigi verkefnið að fá 12 stig en upphaflega var gert ráð fyrir 14 stigum. Sagafilm kærði þessa niðurstöðu og í greinargerð fyrirtækisins kemur fram að verulegir fjárhagslegri hagsmunir séu eru í húfi. Þá er bent á að bandarísk bílahasarmynd hafi náð þessum fjórum stigum og fengið endurgreiðslu. Hilmar segir að Biggest Loser hafi einnig fengið endurgreiðslu. Ekki náðist í Þóru Hallgrímsdóttur, formann nefndarinnar, en í greinargerð hennar vegna kæru Sagafilm kemur fram að ekki sé verið að gera lítið úr kórastarfi á Íslandi en það vanti meiri úrvinnslu. Þá hafi eitt stig verið gefið af sanngirnisástæðum. Heildarmatið sé því að þáttaröðin, Kórar Íslands, uppfylli ekki menningarhlutann. Kórar Íslands Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
„Við erum að leita leiða um hvað við getum gert í þessari stöðu því við trúum þessu varla ennþá,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, en endurgreiðsla upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar við þáttaröðina Kórar Íslands, sem framleidd var fyrir Stöð 2, fæst ekki. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Gert var ráð fyrir endurgreiðslunni þegar ákveðið var að gera þáttaröðina og tap Sagafilm því mikið. Farið verður yfir málið með lögfræðingum á næstu dögum, að sögn Hilmars, sem er allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Í dómi nefndar um endurgreiðslu kemur fram að til að fá endurgreiðsluna þurfi að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fá aðeins þrjú og uppfylla ekki atriði sem snúa að vísun í sögupersónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélaginu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn sé ekki byggður á bókmenntaverki, það sé engin sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram í framleiðslu þáttanna.Samkvæmt Saga Film bjuggust þeir við að fá 14 menningarstig fyrir þættina um Kóra Íslands en fengu aðeins þrjú. Fréttablaðið/Daníel ÁgústssonÞá er ekki vísað nóg til íslenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fær þáttaröðin aðeins eitt stig þar. Sagafilm metur að með sanngirni eigi verkefnið að fá 12 stig en upphaflega var gert ráð fyrir 14 stigum. Sagafilm kærði þessa niðurstöðu og í greinargerð fyrirtækisins kemur fram að verulegir fjárhagslegri hagsmunir séu eru í húfi. Þá er bent á að bandarísk bílahasarmynd hafi náð þessum fjórum stigum og fengið endurgreiðslu. Hilmar segir að Biggest Loser hafi einnig fengið endurgreiðslu. Ekki náðist í Þóru Hallgrímsdóttur, formann nefndarinnar, en í greinargerð hennar vegna kæru Sagafilm kemur fram að ekki sé verið að gera lítið úr kórastarfi á Íslandi en það vanti meiri úrvinnslu. Þá hafi eitt stig verið gefið af sanngirnisástæðum. Heildarmatið sé því að þáttaröðin, Kórar Íslands, uppfylli ekki menningarhlutann.
Kórar Íslands Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira