Yrði líklega kærulaus með endalausan tíma Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. desember 2017 13:00 Magnús fær gjarnan hugmyndir í baði, meðal annars að sinni nýjustu skáldsögu, Vefnum. „Þetta er bara orðinn hluti af lausatímanum hjá manni, þetta hobbí að skrifa bækur. Ég er fjölskyldumaður með börn og nóg að gerast fyrir og eftir vinnu. En ég næ að nýta lausatímann minn nokkuð vel í skrif. Ég reyni að skipta tímanum niður í 30 mínútna einingar og vera alveg súperskipulagður. Þegar ég næ inn 30 mínútna einingu veit ég að ég næ að komast svolítið áfram, gríp niður í kafla eða hugsa út í einhverja persónu,“ segir Magnús Þór Helgason, tölvunarfræðingur og glæpasagnahöfundur, en hann hefur sent frá sér skáldsöguna Vefinn. Magnús, sem er búsettur í Svíþjóð, vinnur fulla vinnu og á þrjú börn þannig að hann þarf að nýta tímann ansi vel til að koma frá sér skáldsögu. Þetta getur hann og gott betur, því að þetta er hans önnur skáldsaga, en sú fyrsta kom út á sama tíma í fyrra. „Þetta var nú þannig að ég lá í baði og var að hugsa, þannig koma allar mínar hugmyndir. Ég rauk upp úr baðinu og ég mundi ekki hvort börnin væru að fara á æfingu eða ekki, þannig að ég rauk í símann – það er allt í símanum, allir atburðir fjölskyldunnar og svona. Það kom í ljós að það var ekki æfing, þannig að ég lagðist aftur niður en fór að hugsa: „Ætli þetta sé ekki líka svona hjá glæpamönnum í dag? Ætli þeir séu ekki alltaf að skipuleggja sig á netinu? Nota dulkóðun og nafnleysi og annað.“ Þannig að ég ákvað að skrifa sögu um það.“ Sagan fjallar um lektor við Háskóla Íslands sem er nýfluttur heim frá útlöndum. Hann býr við mikið ofbeldi heima fyrir og stofnar því til sambands við Kolbrúnu, ungan stúdent og hakkara, og þannig sogast hann inn í heim netglæpa. Á sama tíma skoðar lögreglan dularfulla bylgju sjálfsmorða þar sem talið er að um morð sé að ræða í einhverjum tilfellum.Þú hefur ekkert hugsað um að snúa þér bara alfarið að skrifunum? „Ég hef nú verið spurður að þessu áður. Þetta er gífurlega mikil vinna og sömuleiðis erfitt að komast á þann stað að geta sinnt þessu einungis, ekki margir á Íslandi þar. En það er ákveðinn draumur að gera þetta með, minnka kannski vinnu á móti.“Þú næðir kannski ekkert að skrifa ef þú hefðir meiri tíma til þess, myndir bara detta í kæruleysi? „Ég held að það sé góður punktur, þegar maður hefur svona lítinn tíma þá nýtir maður hann bara í botn og fer alveg á keyrslu, hugmyndirnar poppa upp og þetta flæðir áfram. Síðan held ég að ég yrði svo félagslega bældur ef ég væri alltaf bara einn heima að skrifa.“ Magnús segist vanur að vinna undir pressu og með skilafrest á verkefnum og tekur hann það með inn í skrifin. „Ef maður ætlar að koma með bók um jólin er ákveðinn tímarammi sem maður þarf að miða við, gífurlegur tími sem fer í yfirlestur og annað.“ Magnús segir að fyrst hann geti nýtt sinn takmarkaða tíma í að skrifa bækur ættu allir að geta það. „Þetta eru bara skilaboð til allra sem hafa áhuga á að setja saman litlar eða stórar sögur að byrja bara eitthvað að skrifa niður. Það kemur á óvart hvað það er mikill tími til að nýta í svona – til dæmis tíminn sem fer í það að hanga í símanum og svona, ég skipti því svolítið mikið út. Svo held ég að maður horfi svolítið á sjónvarp – ég horfi meira fókuserað á sjónvarp núna heldur en áður; eina og eina seríu eða mynd en maður er ekkert að hanga fyrir framan sjónvarpið og athuga hvort eitthvað kemur.“ Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Þetta er bara orðinn hluti af lausatímanum hjá manni, þetta hobbí að skrifa bækur. Ég er fjölskyldumaður með börn og nóg að gerast fyrir og eftir vinnu. En ég næ að nýta lausatímann minn nokkuð vel í skrif. Ég reyni að skipta tímanum niður í 30 mínútna einingar og vera alveg súperskipulagður. Þegar ég næ inn 30 mínútna einingu veit ég að ég næ að komast svolítið áfram, gríp niður í kafla eða hugsa út í einhverja persónu,“ segir Magnús Þór Helgason, tölvunarfræðingur og glæpasagnahöfundur, en hann hefur sent frá sér skáldsöguna Vefinn. Magnús, sem er búsettur í Svíþjóð, vinnur fulla vinnu og á þrjú börn þannig að hann þarf að nýta tímann ansi vel til að koma frá sér skáldsögu. Þetta getur hann og gott betur, því að þetta er hans önnur skáldsaga, en sú fyrsta kom út á sama tíma í fyrra. „Þetta var nú þannig að ég lá í baði og var að hugsa, þannig koma allar mínar hugmyndir. Ég rauk upp úr baðinu og ég mundi ekki hvort börnin væru að fara á æfingu eða ekki, þannig að ég rauk í símann – það er allt í símanum, allir atburðir fjölskyldunnar og svona. Það kom í ljós að það var ekki æfing, þannig að ég lagðist aftur niður en fór að hugsa: „Ætli þetta sé ekki líka svona hjá glæpamönnum í dag? Ætli þeir séu ekki alltaf að skipuleggja sig á netinu? Nota dulkóðun og nafnleysi og annað.“ Þannig að ég ákvað að skrifa sögu um það.“ Sagan fjallar um lektor við Háskóla Íslands sem er nýfluttur heim frá útlöndum. Hann býr við mikið ofbeldi heima fyrir og stofnar því til sambands við Kolbrúnu, ungan stúdent og hakkara, og þannig sogast hann inn í heim netglæpa. Á sama tíma skoðar lögreglan dularfulla bylgju sjálfsmorða þar sem talið er að um morð sé að ræða í einhverjum tilfellum.Þú hefur ekkert hugsað um að snúa þér bara alfarið að skrifunum? „Ég hef nú verið spurður að þessu áður. Þetta er gífurlega mikil vinna og sömuleiðis erfitt að komast á þann stað að geta sinnt þessu einungis, ekki margir á Íslandi þar. En það er ákveðinn draumur að gera þetta með, minnka kannski vinnu á móti.“Þú næðir kannski ekkert að skrifa ef þú hefðir meiri tíma til þess, myndir bara detta í kæruleysi? „Ég held að það sé góður punktur, þegar maður hefur svona lítinn tíma þá nýtir maður hann bara í botn og fer alveg á keyrslu, hugmyndirnar poppa upp og þetta flæðir áfram. Síðan held ég að ég yrði svo félagslega bældur ef ég væri alltaf bara einn heima að skrifa.“ Magnús segist vanur að vinna undir pressu og með skilafrest á verkefnum og tekur hann það með inn í skrifin. „Ef maður ætlar að koma með bók um jólin er ákveðinn tímarammi sem maður þarf að miða við, gífurlegur tími sem fer í yfirlestur og annað.“ Magnús segir að fyrst hann geti nýtt sinn takmarkaða tíma í að skrifa bækur ættu allir að geta það. „Þetta eru bara skilaboð til allra sem hafa áhuga á að setja saman litlar eða stórar sögur að byrja bara eitthvað að skrifa niður. Það kemur á óvart hvað það er mikill tími til að nýta í svona – til dæmis tíminn sem fer í það að hanga í símanum og svona, ég skipti því svolítið mikið út. Svo held ég að maður horfi svolítið á sjónvarp – ég horfi meira fókuserað á sjónvarp núna heldur en áður; eina og eina seríu eða mynd en maður er ekkert að hanga fyrir framan sjónvarpið og athuga hvort eitthvað kemur.“
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira