Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 20:00 Í gær setti Margét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og bað um hugmyndir að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily - sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands. Stúlkan er með sjaldgæfan sjúkdóm, Cystic Fibrosis, eins og eins árs gömul dóttir Margrétar, og eru Margrét og móðir Emily saman í spjalli mæðra barna með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur því að lungun eyðileggjast smám saman og er Emily langt leidd af sjúkdómnum. „Þær vildu reyna að koma á meðan hún er ennþá ferðafær. Hún er orðin mjög lasin og er nýlega búin að vera á sjúkrahúsi þar sem hún var mjög veik- þannig að það var hennar draumur að koma hingað," segir Margrét.Margrét hefur fengið um sjötíu svör við færslunni og þar af fjölmörg tilboð um fría þjónustu fyrir mæðgurnar.Margrét fékk ótrúlega góð viðbrögð við fyrirspurninni. Hún hefur fengið tugi svara og skilaboða þar sem ferðaþjónustufyrirtæki bjóða mæðgunum í hinar ýmsu ferðir, til að mynda í hestaferð, jeppaferð, hvalaskoðun og hellaferð. En einnig hefur þeim verið boðin frí gisting og matur, fríar samgöngur og svo mætti lengi telja. Mæðgurnar eru í skýjunum og eiga í vændum eftirminnilega ferð á Íslandi í júlí. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þakkar Emily kærlega fyrir og er hún himinlifandi yfir að geta látið draum sinn rætast. Móðir hennar bendir á að það sé mjög dýrt að fá meðferð og lyf við sjúkdómi Emily úti í Bandaríkjunum. Því hafi hún ekki getað uppfyllt aðrar þarfir Emily og þær hafi lítið milli handanna. „Sem móðir þá er ég svo innilega þakklát fyrir að þið hjálpið mér að gera þennan draum að veruleika," segir hún meðal annars í viðtalinu. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Í gær setti Margét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og bað um hugmyndir að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily - sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands. Stúlkan er með sjaldgæfan sjúkdóm, Cystic Fibrosis, eins og eins árs gömul dóttir Margrétar, og eru Margrét og móðir Emily saman í spjalli mæðra barna með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur því að lungun eyðileggjast smám saman og er Emily langt leidd af sjúkdómnum. „Þær vildu reyna að koma á meðan hún er ennþá ferðafær. Hún er orðin mjög lasin og er nýlega búin að vera á sjúkrahúsi þar sem hún var mjög veik- þannig að það var hennar draumur að koma hingað," segir Margrét.Margrét hefur fengið um sjötíu svör við færslunni og þar af fjölmörg tilboð um fría þjónustu fyrir mæðgurnar.Margrét fékk ótrúlega góð viðbrögð við fyrirspurninni. Hún hefur fengið tugi svara og skilaboða þar sem ferðaþjónustufyrirtæki bjóða mæðgunum í hinar ýmsu ferðir, til að mynda í hestaferð, jeppaferð, hvalaskoðun og hellaferð. En einnig hefur þeim verið boðin frí gisting og matur, fríar samgöngur og svo mætti lengi telja. Mæðgurnar eru í skýjunum og eiga í vændum eftirminnilega ferð á Íslandi í júlí. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þakkar Emily kærlega fyrir og er hún himinlifandi yfir að geta látið draum sinn rætast. Móðir hennar bendir á að það sé mjög dýrt að fá meðferð og lyf við sjúkdómi Emily úti í Bandaríkjunum. Því hafi hún ekki getað uppfyllt aðrar þarfir Emily og þær hafi lítið milli handanna. „Sem móðir þá er ég svo innilega þakklát fyrir að þið hjálpið mér að gera þennan draum að veruleika," segir hún meðal annars í viðtalinu.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira