Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 16:29 Frá örtröðinni á Keflavíkurflugvelli í dag. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega auk þess sem bráðaliðar standa vaktina ef eitthvað skyldi koma upp á. Vísir/Eyþór Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04