Hrekkjavökusjúk og skreytir allt hátt og lágt Guðný Hrönn skrifar 28. október 2017 11:00 Sigga Dögg og Benjamín Leó Hermannsson. VÍSIR/ANTON BRINK Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“ Hrekkjavaka Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“
Hrekkjavaka Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira