Tara Margrét segir ummæli Ágústu Evu afar óviðeigandi Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2017 12:22 Margrét Tara segir það engu skipta þó ummæli Ágústu Evu hafi verið sett fram í gríni, þetta er einfaldlega viðkvæmt. „Okkar afstaða í samtökum um líkamsvirðingu er sú að svona athugasemdir eigi aldrei rétt á sér. líkamsvirðing er fyrir alla, hvernig sem holdafar þeirra er,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtakanna um líkamsvirðingu. Ummæli Ágústu Evu Erlendsdóttur á Instagramreikningi Manuelu Óskar Harðardóttur, við mynd sem samfélagsmiðlastjarnan birti af sér þar þar sem Ágústa Eva bendir henni á að borða – hafa vakið mikla athygli. Vísir greindi frá væringum þessu tengt í gærkvöldi en Manuela Ósk tjáir sig ítarlega um ummæli Ágústu Evu á Snapchat; að þau hafi verið óviðeigandi. Hún þekki Ágústu Evu ekki neitt og furðar sig á ummælunum. Manuela Ósk segir jafnframt að Ágústa Eva hafi sett sig í samband við sig á Facebook en lokað fljótlega á sig þar (block-að) eftir orðaskipti þar.Skiptir engu þó um grín hafi verið að ræða Ágústa Eva lét broskall fylgja með athugasemd sinni en Manuela Ósk túlkaði þetta hins vegar sem árás á sig og líkamsvöxt sinn; að hún væri alltof grönn. Margrét Tara segir það í sjálfu sér litlu breyta þó þetta sé sett fram í gríni, af hálfu Ágústu Evu.Hér neðar má sjá myndina sem Manuela Ósk birti og olli þessum titringi. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Þetta er rosalega viðkvæmt, það að tala um útlit annarra. Ekki síst á opinberum vettvangi. Við verðum að átta okkur betur á því hvað þetta er viðkvæmt. Þetta eru ummæli sem eru óviðeigandi, hvar sem það er á skalanum, hvort sem þú telst of grannur eða of feitur. Ákveðið áreiti eins og Manúela kemur inná. Við vitum aldrei hvað liggur á bak við þetta. Hvernig svona skot hafa áhrif á þann sem fyrir verður.“Allir eiga rétt á að elska líkama sinn Samtök um líkamsvirðingu berst ekki aðeins gegn fordómum sem þau telja beinast að þeim sem feitlagnir eru heldur einnig þeim sem sagðir eru of grannir. „Algjörlega. Mikilvægt er að efla líkamsmynd allra íslenskra kvenna og karla, þó þeirra rödd hafi ekki heyrst mikið – rödd kvenna hefur verið sterkari í þessari baráttu. En, við stöndum illa hvað þetta varðar. Það er orðið norm að við eigum að hata líkama okkar hvernig sem við lítum út. Það eiga allir rétt á að elska líkama sinn, hvernig sem hann lítur út og það eiga allir rétt á að samfélagið sýni líkamsvexti þeirra virðingu. Við þurfum að fá upp þá stöðu að það sé samfélaglega viðurkennt að ekki sé við hæfi að sett sé út á líkama annarra; að ekki sé sett út á vaxtarlag hvernig sem það er. Það hefur áhrif.“ Athugasemd Ágústu Evu virðist hafa slegið samfélagsstjörnuna, sem þúsundir fylgjast með á degi hverjum á þeim vettvangi, út af laginu? „Já, virðist hafa gert það. Við vitum aldrei hvaða áhrif orð hafa og við skulum hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Tengdar fréttir Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
„Okkar afstaða í samtökum um líkamsvirðingu er sú að svona athugasemdir eigi aldrei rétt á sér. líkamsvirðing er fyrir alla, hvernig sem holdafar þeirra er,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtakanna um líkamsvirðingu. Ummæli Ágústu Evu Erlendsdóttur á Instagramreikningi Manuelu Óskar Harðardóttur, við mynd sem samfélagsmiðlastjarnan birti af sér þar þar sem Ágústa Eva bendir henni á að borða – hafa vakið mikla athygli. Vísir greindi frá væringum þessu tengt í gærkvöldi en Manuela Ósk tjáir sig ítarlega um ummæli Ágústu Evu á Snapchat; að þau hafi verið óviðeigandi. Hún þekki Ágústu Evu ekki neitt og furðar sig á ummælunum. Manuela Ósk segir jafnframt að Ágústa Eva hafi sett sig í samband við sig á Facebook en lokað fljótlega á sig þar (block-að) eftir orðaskipti þar.Skiptir engu þó um grín hafi verið að ræða Ágústa Eva lét broskall fylgja með athugasemd sinni en Manuela Ósk túlkaði þetta hins vegar sem árás á sig og líkamsvöxt sinn; að hún væri alltof grönn. Margrét Tara segir það í sjálfu sér litlu breyta þó þetta sé sett fram í gríni, af hálfu Ágústu Evu.Hér neðar má sjá myndina sem Manuela Ósk birti og olli þessum titringi. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Þetta er rosalega viðkvæmt, það að tala um útlit annarra. Ekki síst á opinberum vettvangi. Við verðum að átta okkur betur á því hvað þetta er viðkvæmt. Þetta eru ummæli sem eru óviðeigandi, hvar sem það er á skalanum, hvort sem þú telst of grannur eða of feitur. Ákveðið áreiti eins og Manúela kemur inná. Við vitum aldrei hvað liggur á bak við þetta. Hvernig svona skot hafa áhrif á þann sem fyrir verður.“Allir eiga rétt á að elska líkama sinn Samtök um líkamsvirðingu berst ekki aðeins gegn fordómum sem þau telja beinast að þeim sem feitlagnir eru heldur einnig þeim sem sagðir eru of grannir. „Algjörlega. Mikilvægt er að efla líkamsmynd allra íslenskra kvenna og karla, þó þeirra rödd hafi ekki heyrst mikið – rödd kvenna hefur verið sterkari í þessari baráttu. En, við stöndum illa hvað þetta varðar. Það er orðið norm að við eigum að hata líkama okkar hvernig sem við lítum út. Það eiga allir rétt á að elska líkama sinn, hvernig sem hann lítur út og það eiga allir rétt á að samfélagið sýni líkamsvexti þeirra virðingu. Við þurfum að fá upp þá stöðu að það sé samfélaglega viðurkennt að ekki sé við hæfi að sett sé út á líkama annarra; að ekki sé sett út á vaxtarlag hvernig sem það er. Það hefur áhrif.“ Athugasemd Ágústu Evu virðist hafa slegið samfélagsstjörnuna, sem þúsundir fylgjast með á degi hverjum á þeim vettvangi, út af laginu? „Já, virðist hafa gert það. Við vitum aldrei hvaða áhrif orð hafa og við skulum hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.“
Tengdar fréttir Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16