Tara Margrét segir ummæli Ágústu Evu afar óviðeigandi Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2017 12:22 Margrét Tara segir það engu skipta þó ummæli Ágústu Evu hafi verið sett fram í gríni, þetta er einfaldlega viðkvæmt. „Okkar afstaða í samtökum um líkamsvirðingu er sú að svona athugasemdir eigi aldrei rétt á sér. líkamsvirðing er fyrir alla, hvernig sem holdafar þeirra er,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtakanna um líkamsvirðingu. Ummæli Ágústu Evu Erlendsdóttur á Instagramreikningi Manuelu Óskar Harðardóttur, við mynd sem samfélagsmiðlastjarnan birti af sér þar þar sem Ágústa Eva bendir henni á að borða – hafa vakið mikla athygli. Vísir greindi frá væringum þessu tengt í gærkvöldi en Manuela Ósk tjáir sig ítarlega um ummæli Ágústu Evu á Snapchat; að þau hafi verið óviðeigandi. Hún þekki Ágústu Evu ekki neitt og furðar sig á ummælunum. Manuela Ósk segir jafnframt að Ágústa Eva hafi sett sig í samband við sig á Facebook en lokað fljótlega á sig þar (block-að) eftir orðaskipti þar.Skiptir engu þó um grín hafi verið að ræða Ágústa Eva lét broskall fylgja með athugasemd sinni en Manuela Ósk túlkaði þetta hins vegar sem árás á sig og líkamsvöxt sinn; að hún væri alltof grönn. Margrét Tara segir það í sjálfu sér litlu breyta þó þetta sé sett fram í gríni, af hálfu Ágústu Evu.Hér neðar má sjá myndina sem Manuela Ósk birti og olli þessum titringi. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Þetta er rosalega viðkvæmt, það að tala um útlit annarra. Ekki síst á opinberum vettvangi. Við verðum að átta okkur betur á því hvað þetta er viðkvæmt. Þetta eru ummæli sem eru óviðeigandi, hvar sem það er á skalanum, hvort sem þú telst of grannur eða of feitur. Ákveðið áreiti eins og Manúela kemur inná. Við vitum aldrei hvað liggur á bak við þetta. Hvernig svona skot hafa áhrif á þann sem fyrir verður.“Allir eiga rétt á að elska líkama sinn Samtök um líkamsvirðingu berst ekki aðeins gegn fordómum sem þau telja beinast að þeim sem feitlagnir eru heldur einnig þeim sem sagðir eru of grannir. „Algjörlega. Mikilvægt er að efla líkamsmynd allra íslenskra kvenna og karla, þó þeirra rödd hafi ekki heyrst mikið – rödd kvenna hefur verið sterkari í þessari baráttu. En, við stöndum illa hvað þetta varðar. Það er orðið norm að við eigum að hata líkama okkar hvernig sem við lítum út. Það eiga allir rétt á að elska líkama sinn, hvernig sem hann lítur út og það eiga allir rétt á að samfélagið sýni líkamsvexti þeirra virðingu. Við þurfum að fá upp þá stöðu að það sé samfélaglega viðurkennt að ekki sé við hæfi að sett sé út á líkama annarra; að ekki sé sett út á vaxtarlag hvernig sem það er. Það hefur áhrif.“ Athugasemd Ágústu Evu virðist hafa slegið samfélagsstjörnuna, sem þúsundir fylgjast með á degi hverjum á þeim vettvangi, út af laginu? „Já, virðist hafa gert það. Við vitum aldrei hvaða áhrif orð hafa og við skulum hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Tengdar fréttir Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
„Okkar afstaða í samtökum um líkamsvirðingu er sú að svona athugasemdir eigi aldrei rétt á sér. líkamsvirðing er fyrir alla, hvernig sem holdafar þeirra er,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtakanna um líkamsvirðingu. Ummæli Ágústu Evu Erlendsdóttur á Instagramreikningi Manuelu Óskar Harðardóttur, við mynd sem samfélagsmiðlastjarnan birti af sér þar þar sem Ágústa Eva bendir henni á að borða – hafa vakið mikla athygli. Vísir greindi frá væringum þessu tengt í gærkvöldi en Manuela Ósk tjáir sig ítarlega um ummæli Ágústu Evu á Snapchat; að þau hafi verið óviðeigandi. Hún þekki Ágústu Evu ekki neitt og furðar sig á ummælunum. Manuela Ósk segir jafnframt að Ágústa Eva hafi sett sig í samband við sig á Facebook en lokað fljótlega á sig þar (block-að) eftir orðaskipti þar.Skiptir engu þó um grín hafi verið að ræða Ágústa Eva lét broskall fylgja með athugasemd sinni en Manuela Ósk túlkaði þetta hins vegar sem árás á sig og líkamsvöxt sinn; að hún væri alltof grönn. Margrét Tara segir það í sjálfu sér litlu breyta þó þetta sé sett fram í gríni, af hálfu Ágústu Evu.Hér neðar má sjá myndina sem Manuela Ósk birti og olli þessum titringi. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Þetta er rosalega viðkvæmt, það að tala um útlit annarra. Ekki síst á opinberum vettvangi. Við verðum að átta okkur betur á því hvað þetta er viðkvæmt. Þetta eru ummæli sem eru óviðeigandi, hvar sem það er á skalanum, hvort sem þú telst of grannur eða of feitur. Ákveðið áreiti eins og Manúela kemur inná. Við vitum aldrei hvað liggur á bak við þetta. Hvernig svona skot hafa áhrif á þann sem fyrir verður.“Allir eiga rétt á að elska líkama sinn Samtök um líkamsvirðingu berst ekki aðeins gegn fordómum sem þau telja beinast að þeim sem feitlagnir eru heldur einnig þeim sem sagðir eru of grannir. „Algjörlega. Mikilvægt er að efla líkamsmynd allra íslenskra kvenna og karla, þó þeirra rödd hafi ekki heyrst mikið – rödd kvenna hefur verið sterkari í þessari baráttu. En, við stöndum illa hvað þetta varðar. Það er orðið norm að við eigum að hata líkama okkar hvernig sem við lítum út. Það eiga allir rétt á að elska líkama sinn, hvernig sem hann lítur út og það eiga allir rétt á að samfélagið sýni líkamsvexti þeirra virðingu. Við þurfum að fá upp þá stöðu að það sé samfélaglega viðurkennt að ekki sé við hæfi að sett sé út á líkama annarra; að ekki sé sett út á vaxtarlag hvernig sem það er. Það hefur áhrif.“ Athugasemd Ágústu Evu virðist hafa slegið samfélagsstjörnuna, sem þúsundir fylgjast með á degi hverjum á þeim vettvangi, út af laginu? „Já, virðist hafa gert það. Við vitum aldrei hvaða áhrif orð hafa og við skulum hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.“
Tengdar fréttir Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16