Hornfirðingar fá hitaveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2017 21:30 Úlfar Helgason, bóndi á Hoffelli 1. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00