Dýrbítur gengur laus á Vatnsleysuströnd Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 22:46 Virgill Scheving Einarsson, landeigandi, telur víst að hundur hafi drepið þrjár kindur og sé valdur því að ein hafi horfið. Vísir/GVA Þrjár kindur hafa verið drepnar og sú fjórða er týnd á bænum Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi, telur víst að hundur eða hundar hafi étið kindurnar. „Það er búið að drepa þrjár kindur hjá okkur og ein hefur hreinlega gufað upp,“ segir Virgill. Síðdegis á laugardag var Virgill staddur inni á heimili sínu og fylgist með kindunum út um gluggann. „Þær voru hér fyrir utan að bíta gras og svo áður en ég veit af var svartur hundur að tætast í fénu, stór innfluttur hundur.“ Virgill sá hvernig hundurinn elti kindurnar eftir túninu. „Hrúturinn sem var tveggja ára hann springur og liggur á túninu. Ég fer að honum og hann er þá lifandi en um hálftíma seinna var hann steindauður, þindin sprakk í honum,“ segir Virgill og bætir við að dýr sem þessi þoli ekki að hlaupa svona með urrandi hund á eftir sér. Virgill segir að mikill fjöldi hunda séu á svæðinu þar sem hann býr. „Þessir hundar eru fleiri en íbúarnir á strjálbýlinu eins og ég kalla það, en mig grunar að þeir séu ekki skráðir.“ Virgill er með um 60 kindur á lóð sinni, en sonur hans, Kristmundur er eigandi fjárins. „Við höfum ræktað upp stofn hérna og það er voðalega sárt að tapa fé sem búið er að rækta,“ segir Virgill. Hann veit þó ekki hver er eigandi hundsins eða hundanna sem drepið hafa féð. Virgill íhugar að setja upp hreyfimyndavélar á lóð sinni til þess að góma dýrbítinn. „Það væri þá myndavél sem smellir af þegar hundurinn stekkur fyrir geislann.“ Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Þrjár kindur hafa verið drepnar og sú fjórða er týnd á bænum Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi, telur víst að hundur eða hundar hafi étið kindurnar. „Það er búið að drepa þrjár kindur hjá okkur og ein hefur hreinlega gufað upp,“ segir Virgill. Síðdegis á laugardag var Virgill staddur inni á heimili sínu og fylgist með kindunum út um gluggann. „Þær voru hér fyrir utan að bíta gras og svo áður en ég veit af var svartur hundur að tætast í fénu, stór innfluttur hundur.“ Virgill sá hvernig hundurinn elti kindurnar eftir túninu. „Hrúturinn sem var tveggja ára hann springur og liggur á túninu. Ég fer að honum og hann er þá lifandi en um hálftíma seinna var hann steindauður, þindin sprakk í honum,“ segir Virgill og bætir við að dýr sem þessi þoli ekki að hlaupa svona með urrandi hund á eftir sér. Virgill segir að mikill fjöldi hunda séu á svæðinu þar sem hann býr. „Þessir hundar eru fleiri en íbúarnir á strjálbýlinu eins og ég kalla það, en mig grunar að þeir séu ekki skráðir.“ Virgill er með um 60 kindur á lóð sinni, en sonur hans, Kristmundur er eigandi fjárins. „Við höfum ræktað upp stofn hérna og það er voðalega sárt að tapa fé sem búið er að rækta,“ segir Virgill. Hann veit þó ekki hver er eigandi hundsins eða hundanna sem drepið hafa féð. Virgill íhugar að setja upp hreyfimyndavélar á lóð sinni til þess að góma dýrbítinn. „Það væri þá myndavél sem smellir af þegar hundurinn stekkur fyrir geislann.“
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira