Fjölburabylgja í Hollywood Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 10:30 Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Getty Hollywoodleikarinn George Clooney og eiginkona hans, og mannréttindalögfræðingurinn, Amal Clooney, eiga von á tvíburum í júní. Frá þessu greindu fjölmiðlar vestanhafs í vikunni, en þetta verða fyrstu börn hjónanna. Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Fréttablaðið heyrði í Snorra Einarssyni, Fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislækni hjá IVF Klíníkinni Reykjavík og grennslaðist fyrir um málið. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að gefa þér nokkur svör um hvernig barneignir fræga fólksins í útlöndum eru til komnar. Ég geng út frá því að þrátt fyrir frægðina hrærist í þessu fólki svipaðar tilfinningar og í okkur hinum. Samkvæmt reynslu minni þýðir það að barneignir eru eitthvað sem fólk þráir heitt og eru kjarninn í lífi flestra. Það er vel þekkt að aldur kvenna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til þess að eignast börn og eftir fertugt fer róðurinn að verða þungur. Í hópi fræga fólksins er trúlegt að margar konur fresti barneignum sínum svo lengi að þær þurfi á endanum hjálp með tæknifrjóvgun. Ef börnin hafa orðið til með aðstoð tæknifrjóvgunar er það yfirleitt merki um að vandamál hafi verið til staðar en ekki að um einhvers konar „fjölburapöntun“ sé að ræða," segir Snorri Einarsson, fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislæknir hjá IVF Klíníkinni Reykjavík, spurður hvort það sé líklegt að fræga fólkið fari í tæknifrjóvgun eða glasafrjóvgun til þess að reyna að eignast tvíbura eða þríbura. „Mér finnst að þá krísu og þær erfiðu tilfinningar sem fylgja barnleysi eigi að virða og ekki setja það fram sem eitthvað óeðlilegt ef fólk hefur þurft að leita sér læknishjálpar vegna þess. Frekar að samgleðjast og fagna þessum nýju mannverum sem eru svo hjartanlega velkomnar og foreldrarnir eru væntanlega búin að bíða lengi eftir,“ segir Snorri. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Hollywoodleikarinn George Clooney og eiginkona hans, og mannréttindalögfræðingurinn, Amal Clooney, eiga von á tvíburum í júní. Frá þessu greindu fjölmiðlar vestanhafs í vikunni, en þetta verða fyrstu börn hjónanna. Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Fréttablaðið heyrði í Snorra Einarssyni, Fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislækni hjá IVF Klíníkinni Reykjavík og grennslaðist fyrir um málið. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að gefa þér nokkur svör um hvernig barneignir fræga fólksins í útlöndum eru til komnar. Ég geng út frá því að þrátt fyrir frægðina hrærist í þessu fólki svipaðar tilfinningar og í okkur hinum. Samkvæmt reynslu minni þýðir það að barneignir eru eitthvað sem fólk þráir heitt og eru kjarninn í lífi flestra. Það er vel þekkt að aldur kvenna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til þess að eignast börn og eftir fertugt fer róðurinn að verða þungur. Í hópi fræga fólksins er trúlegt að margar konur fresti barneignum sínum svo lengi að þær þurfi á endanum hjálp með tæknifrjóvgun. Ef börnin hafa orðið til með aðstoð tæknifrjóvgunar er það yfirleitt merki um að vandamál hafi verið til staðar en ekki að um einhvers konar „fjölburapöntun“ sé að ræða," segir Snorri Einarsson, fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislæknir hjá IVF Klíníkinni Reykjavík, spurður hvort það sé líklegt að fræga fólkið fari í tæknifrjóvgun eða glasafrjóvgun til þess að reyna að eignast tvíbura eða þríbura. „Mér finnst að þá krísu og þær erfiðu tilfinningar sem fylgja barnleysi eigi að virða og ekki setja það fram sem eitthvað óeðlilegt ef fólk hefur þurft að leita sér læknishjálpar vegna þess. Frekar að samgleðjast og fagna þessum nýju mannverum sem eru svo hjartanlega velkomnar og foreldrarnir eru væntanlega búin að bíða lengi eftir,“ segir Snorri.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira