Ætla að dansa fyrir lífið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 13:15 Friðrik Agni og aðrir danskennarar í World Class í Laugum í góðum gír. Vísir/Anton Brink „Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
„Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira