Hjúkrunarfræðinemar vilja ekki starfa á Landspítalanum vegna slæmra launakjara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2017 14:24 Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.” Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.”
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira