Emilia Clarke, sem best er þekkt fyrir hlutverk sitt sem hin ljóshærða Daenerys Targaryen í Game of Thrones, mun ekki þurfa að nota hárkollu í síðustu þáttaröð þáttanna geysivinsælu.
Clarke, sem er brúnhærð frá náttúrunnar hendi, hefur í gegnum tíðina notast við hárkollu enda ljósir lokkar Daenerys Targaryen eitt helsta einkenni persónunnar.
Hún virðist þó hafa ákveðið að breyta til og í dag birti hún mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hún frumsýnir hina nýju ljósu lokka.
Þar þakkar hún hárgreiðslumeisturum Game of Thrones fyrir að hafa látið þetta verða að veruleika. Gefur hún einnig til kynna að hún muni ekki þurfa hárkollu til þess að leika Daenerys í áttundu og síðustu þáttaröðinni.
Búist er við því að tökur á þáttaröðinni hefjist fljótlega.
Þarf ekki lengur hárkollu til að leika Daenerys

Tengdar fréttir

Game of Thrones: Koma í veg fyrir spennuspilla með mörgum lokaatriðum
Framleiðendur Game of Thrones munu taka upp mörg mismunandi lokaatriði í næstu og síðustu seríu af þáttunum vinsælu Game of Thrones.