Fékk sér hvorki vott né þurrt í viku Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. nóvember 2017 09:00 Steinþór sat eitt sinn og drakk vatnsglas á meðan vinnufélagarnir röðuðu í sig kræsingum á veitingastað. Vísir/Vilhelm „Ég dýrka að lesa um allskonar heilsufár því að það er enginn algildur sannleikur í neinu af þessu en ég pikka oft út eitt og eitt hér og þar og mynda svona skemmtilegan fjölbreytileika. Ég var alltaf í 16:8, ósamfelldri föstu, sem ég er mjög hrifinn af en þetta breyttist eftir að ég sá heimildarmynd á BBC eftir Michael Mosley um föstur. Þá langaði mig að prófa lengri föstur. Síðan þá hef ég gert þetta mjög reglulega – allt frá þremur dögum upp í fimm, djúsföstur og fleira,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, áhugamaður um föstur, en þegar blaðamaður nær í hann er hann nýkominn úr vikulangri föstu.Læturðu sem sagt ekki neitt ofan í þig? „Mér finnst best að sleppa alveg öllu og vera bara í vatninu og kannski einstaka kaffibolla. Ég hef samt aldrei tekið eins langt eins og núna. Mér var reyndar ráðlagt að taka hreint BCAA duft og amínósýrur til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot.“Hvert er markmið þitt með þessu? „Markmiðið þannig séð er að ná að halda þetta út. Það er ekkert varðandi þyngd – ég fór ekki á vigtina fyrir og eftir, þetta snýst ekkert um svoleiðis. Ég bara held, eftir að hafa lesið mjög mikið um þetta, að þetta sé gríðarlega gott fyrir hverja einustu frumu líkamans og sálartetrið.“Má þá kannski segja að þetta sé af trúarlegum ástæðum? „Já já, að einhverju leyti – það að reyna á sig og svona. Ég lifi líka tarna-lífi, maður vinnur í törnum og æsingi, þannig að mér finnst gott að kúpla mig út og róa mig niður. Þetta er þá mótvægi við margt annað í lífinu.Hvernig leið þér á meðan á föstu stóð? „Fyrstu dagarnir eru alltaf erfiðastir, sérstaklega þriðji dagurinn. Þú færð alltaf rosalegan hausverk því að þú ert búinn að vera að neita líkamanum um salt og kolvetni – hann er bara að öskra „hvað er í gangi? Gemmér dópið mitt?“ En þú þarft svolítið að komast yfir það og þá kemstu í svona „zen.“ Auðvitað er maður aðeins orkuminni og ég er ekkert að fara í ræktina að gera eitthvað rosa mikið. En ég fór alveg í ræktina fyrstu tvo dagana að gera styrktar- og teygjuæfingar og léttar æfingar með eigin þyngd án þess að það hefði brjáluð áhrif á mig. Á sunnudegi þegar ég var á sjötta degi var ég að gera bara mjög venjulega hluti – fara í IKEA og Rúmfatalagerinn að kaupa kommóðu og setja hana saman.“Þannig að þetta var ekkert svo hræðilegt? „Jú, þetta er það alveg pínu. Þetta er ekki fyrir hvern sem er. Ég myndi aldrei mæla með að neinn fari beint í sjö daga föstu. Ég hef verið að gera þetta nokkrum sinnum og tekið þetta lengra og lengra. Ég passa mig líka áður en ég byrja að borða létt dagana á undan og þegar ég hætti á mánudaginn fór ég ekkert að fá mér hamborgara. Ég fékk mér bara boozt. Fyrsta máltíðin var svo súpa og salat.“ Steinþór segir jákvæðar afleiðingar vera til dæmis að húðin verður allt önnur, hann þjáist af asma sem varð betri og hann losnaði við verki sem hann hefur verið að kljást við í öxlinni. „Síðan verður allt rosalega „crisp“ – líkaminn fer að forgangsraða, hann hefur enga umframorku og er bara „jæja hvað er mikilvægast.“ Manni verður kalt á höndum og fótum því að líkaminn fer að eyða orku í að halda hita á mikilvægustu líffærunum. Sjón og heyrn verður skarpari og þú tekur eftir ákveðnum hlutum sem eru svolítið skemmtilegir. Verstu afleiðingarnar eru vandræði með svefn og þessi stöðugi hausverkur.“Er einhver lærdómur sem þú dregur af þessu? „Maður lærir að svengd er bara eitthvað sem kemur og fer. Maður heldur svolítið að ef maður er svangur þá verði maður að borða, annars fari líkaminn í fokk. Síðan er annað, það er að maður fer að sakna langmest félagslega hluta þess að borða – að plana það að borða, hitta einhvern að borða, borða með kærustunni, fá sér skemmtilegan bröns og fara í búðina að kaupa eitthvað næs. Ég fór í mat með vinnunni, sjö rétta mjög fínt og ég sat þarna með vatnsglas.“Harvard birti í byrjun mánaðar grein þar sem fram kemur að fyrir því séu óyggjandi sannanir að föstur hafi mjög jákvæð áhrif á heilsu og langlífi fólks. Þetta sé í raun eini einstaki þátturinn sem er hægt að segja að geti lengt líf fólks, þannig að það bendir ýmislegt til þess að Steinþór sé ekki alveg klikkaður. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Ég dýrka að lesa um allskonar heilsufár því að það er enginn algildur sannleikur í neinu af þessu en ég pikka oft út eitt og eitt hér og þar og mynda svona skemmtilegan fjölbreytileika. Ég var alltaf í 16:8, ósamfelldri föstu, sem ég er mjög hrifinn af en þetta breyttist eftir að ég sá heimildarmynd á BBC eftir Michael Mosley um föstur. Þá langaði mig að prófa lengri föstur. Síðan þá hef ég gert þetta mjög reglulega – allt frá þremur dögum upp í fimm, djúsföstur og fleira,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, áhugamaður um föstur, en þegar blaðamaður nær í hann er hann nýkominn úr vikulangri föstu.Læturðu sem sagt ekki neitt ofan í þig? „Mér finnst best að sleppa alveg öllu og vera bara í vatninu og kannski einstaka kaffibolla. Ég hef samt aldrei tekið eins langt eins og núna. Mér var reyndar ráðlagt að taka hreint BCAA duft og amínósýrur til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot.“Hvert er markmið þitt með þessu? „Markmiðið þannig séð er að ná að halda þetta út. Það er ekkert varðandi þyngd – ég fór ekki á vigtina fyrir og eftir, þetta snýst ekkert um svoleiðis. Ég bara held, eftir að hafa lesið mjög mikið um þetta, að þetta sé gríðarlega gott fyrir hverja einustu frumu líkamans og sálartetrið.“Má þá kannski segja að þetta sé af trúarlegum ástæðum? „Já já, að einhverju leyti – það að reyna á sig og svona. Ég lifi líka tarna-lífi, maður vinnur í törnum og æsingi, þannig að mér finnst gott að kúpla mig út og róa mig niður. Þetta er þá mótvægi við margt annað í lífinu.Hvernig leið þér á meðan á föstu stóð? „Fyrstu dagarnir eru alltaf erfiðastir, sérstaklega þriðji dagurinn. Þú færð alltaf rosalegan hausverk því að þú ert búinn að vera að neita líkamanum um salt og kolvetni – hann er bara að öskra „hvað er í gangi? Gemmér dópið mitt?“ En þú þarft svolítið að komast yfir það og þá kemstu í svona „zen.“ Auðvitað er maður aðeins orkuminni og ég er ekkert að fara í ræktina að gera eitthvað rosa mikið. En ég fór alveg í ræktina fyrstu tvo dagana að gera styrktar- og teygjuæfingar og léttar æfingar með eigin þyngd án þess að það hefði brjáluð áhrif á mig. Á sunnudegi þegar ég var á sjötta degi var ég að gera bara mjög venjulega hluti – fara í IKEA og Rúmfatalagerinn að kaupa kommóðu og setja hana saman.“Þannig að þetta var ekkert svo hræðilegt? „Jú, þetta er það alveg pínu. Þetta er ekki fyrir hvern sem er. Ég myndi aldrei mæla með að neinn fari beint í sjö daga föstu. Ég hef verið að gera þetta nokkrum sinnum og tekið þetta lengra og lengra. Ég passa mig líka áður en ég byrja að borða létt dagana á undan og þegar ég hætti á mánudaginn fór ég ekkert að fá mér hamborgara. Ég fékk mér bara boozt. Fyrsta máltíðin var svo súpa og salat.“ Steinþór segir jákvæðar afleiðingar vera til dæmis að húðin verður allt önnur, hann þjáist af asma sem varð betri og hann losnaði við verki sem hann hefur verið að kljást við í öxlinni. „Síðan verður allt rosalega „crisp“ – líkaminn fer að forgangsraða, hann hefur enga umframorku og er bara „jæja hvað er mikilvægast.“ Manni verður kalt á höndum og fótum því að líkaminn fer að eyða orku í að halda hita á mikilvægustu líffærunum. Sjón og heyrn verður skarpari og þú tekur eftir ákveðnum hlutum sem eru svolítið skemmtilegir. Verstu afleiðingarnar eru vandræði með svefn og þessi stöðugi hausverkur.“Er einhver lærdómur sem þú dregur af þessu? „Maður lærir að svengd er bara eitthvað sem kemur og fer. Maður heldur svolítið að ef maður er svangur þá verði maður að borða, annars fari líkaminn í fokk. Síðan er annað, það er að maður fer að sakna langmest félagslega hluta þess að borða – að plana það að borða, hitta einhvern að borða, borða með kærustunni, fá sér skemmtilegan bröns og fara í búðina að kaupa eitthvað næs. Ég fór í mat með vinnunni, sjö rétta mjög fínt og ég sat þarna með vatnsglas.“Harvard birti í byrjun mánaðar grein þar sem fram kemur að fyrir því séu óyggjandi sannanir að föstur hafi mjög jákvæð áhrif á heilsu og langlífi fólks. Þetta sé í raun eini einstaki þátturinn sem er hægt að segja að geti lengt líf fólks, þannig að það bendir ýmislegt til þess að Steinþór sé ekki alveg klikkaður.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning