Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. júlí 2017 06:00 Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. Vísir/Eyþór Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Atvikið átti sér stað við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Starfsmenn veitingastaðarins höfðu þá óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem voru ölvaðir og með læti, en atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið. Annar mannanna neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Að sögn vitnis brást lögregla ókvæða við. Þau hafi bæði dregið upp kylfu og slegið félaga mannsins ítrekað þar sem hann lá á jörðinni. Því næst hafi hinum manninum verið ýtt inn í lögreglubíl, en þegar hann vildi ekki setja fæturna inn í bílinn hafi lögreglumaðurinn skellt bílhurðinni margoft á fætur hans. Vitnið segir að um gróft og alvarlegt ofbeldi hafi verið að ræða og að erfitt hafi verið að horfa upp á það. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Fréttablaðið að tvær kærur hafi verið lagðar fram og að málið sé til rannsóknar. Þá séu mennirnir tveir grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri staðfestir að lögreglumennirnir hafi ekki verið sendir í leyfi.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmEins og lögreglumaðurinn hafi séð rautt„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, sem varð vitni að og lýsir grófu ofbeldi lögreglumannana fyrir utan staðinn í byrjun maí. Afleiðingarnar voru þær að maður sem þeir handtóku tvífótbrotnaði og annar sem með honum var hlaut einnig margs konar áverka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglumennirnir, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins og eru bæði við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögð hefur verið fram kæra á hendur þeim báðum, en samhliða því eru mennirnir tveir sem handteknir voru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Freyr segir mennina tvo, sem eru pólskir, hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Freyr segir sér ekki hafa staðið á sama vegna ólátanna og því óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ segir Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr segir lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Atvikið átti sér stað við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Starfsmenn veitingastaðarins höfðu þá óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem voru ölvaðir og með læti, en atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið. Annar mannanna neitaði að framvísa skilríkjum þegar lögreglan óskaði eftir því og kvaðst ekki skilja íslensku. Lögreglumennirnir ákváðu í kjölfarið að handtaka manninn og færa hann á lögreglustöð. Maðurinn streittist hins vegar á móti og félagi hans reyndi að koma honum undan handtökunni, meðal annars með því að toga manninn til sín og ýta í lögreglumennina. Að sögn vitnis brást lögregla ókvæða við. Þau hafi bæði dregið upp kylfu og slegið félaga mannsins ítrekað þar sem hann lá á jörðinni. Því næst hafi hinum manninum verið ýtt inn í lögreglubíl, en þegar hann vildi ekki setja fæturna inn í bílinn hafi lögreglumaðurinn skellt bílhurðinni margoft á fætur hans. Vitnið segir að um gróft og alvarlegt ofbeldi hafi verið að ræða og að erfitt hafi verið að horfa upp á það. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Fréttablaðið að tvær kærur hafi verið lagðar fram og að málið sé til rannsóknar. Þá séu mennirnir tveir grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri staðfestir að lögreglumennirnir hafi ekki verið sendir í leyfi.Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni.Vísir/VilhelmEins og lögreglumaðurinn hafi séð rautt„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, sem varð vitni að og lýsir grófu ofbeldi lögreglumannana fyrir utan staðinn í byrjun maí. Afleiðingarnar voru þær að maður sem þeir handtóku tvífótbrotnaði og annar sem með honum var hlaut einnig margs konar áverka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lögreglumennirnir, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins og eru bæði við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögð hefur verið fram kæra á hendur þeim báðum, en samhliða því eru mennirnir tveir sem handteknir voru grunaðir um brot gegn valdstjórninni. Freyr segir mennina tvo, sem eru pólskir, hafa komið inn á Hamborgarabúlluna og verið með nokkur læti. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir. Að sögn Freys var fjölmennt inni á staðnum enda hafi atvikið átt sér stað á háannatíma, eða um kvöldmatarleytið. Freyr segir sér ekki hafa staðið á sama vegna ólátanna og því óskað eftir aðstoð lögreglu. Viðbrögðin hafi hins vegar komið honum á óvart. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta. Lögreglumaðurinn sagði alltaf: „Do you have kennitala, do you have kennitala?“ og Pólverjinn skildi ekki neitt,“ segir Freyr. Í framhaldinu hafi maðurinn verið handtekinn. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“ Freyr segir lögregluna svo hafa ekið af stað með þann handtekna, en skilið hinn manninn eftir. „Hinn var bara skilinn eftir hjá okkur. Hann var brjálaður og ætlaði í okkur. Hann var til dæmis mjög agressífur á móti mér og spurði hvort ég ætlaði að hringja aftur í lögregluna,“ segir Freyr og bætir við að fólki á staðnum hafi verið mjög brugðið, enda hafi þetta verið mjög alvarlegt og gróft ofbeldi af hálfu lögreglumannanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira