Eðlilegur aðlögunartími fyrir kísilverksmiðjuna segir PCC Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri. PCC BakkiSilicon hf. fagnar auglýsingu Umhverfisstofnunar á væntanlegu starfsleyfi fyrir kísilverksmiðjuna á Bakka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu vegna fréttar um tillögu Umhverfisstofnunar sem birtist í Fréttablaðinu 21. júlí sl. Í tillögunni er lagt til að fyrirtækið fái heimild til að losa fjórfalt meira af ryki en ný lög gera ráð fyrir. „Eðlilegt er að fyrirtækið fái þann aðlögunartíma sem Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir enda var búið að hanna verksmiðjuna og bygging hennar raunar komin á lokastig þegar reglurnar tóku gildi í byrjun mánaðarins. Þegar verksmiðjan verður gangsett verður allt kapp lagt á að ræsingin gangi sem snurðulausast fyrir sig og með stöðugum rekstri verði ryklosun haldið í lagmarki enda er rykið mikilvæg söluvara hjá fyrirtækinu. Aukin ryklosun skerðir því beinlínis tekjur,“ segir í yfirlýsingunni. Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Fréttablaðið á þriðjudag að fyrirtækið myndi ekki vera í vandræðum með hertari losunarreglur, að aðlögunartímanum liðnum. Yfirlýsing PPC BakkiSilicon hf. í heild: Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu 21. júlí og Vísi sama dag þar sem segir í fyrirsögn að PCC BakkiSilicon hf. fái „afslátt á rykútblástri“ í væntanlegu starfsleyfi sínu er mikilvægt að upplýsa lesendur um þá staðreynd að í starfsleyfinu verða gerðar strangari kröfur en í sambærilegum starfsleyfum sem veitt hafa verið hér á landi vegna nýrra reglna sem tóku gildi 1. júlí sl. Ennfremur er vert að benda á þá staðreynd að ryk í kísilmálmframleiðslu er mikilvæg söluvara og hefur PCC því beinan fjárhagslegan hag af því að halda losuninni eins lítilli og mögulegt er. Fyrri starfsleyfi sem veitt hafa verið fyrir kíslilmálmframleiðslu á Íslandi gera kröfu um 20 mg/Nm3 dagleg meðalgildi í hámarkslosun í rykútblæstri án frekari skilyrða. PCC verður gert að uppfylla þessar sömu kröfu fyrstu tvö starfsárin vegna aðlögunar að nýju reglunum. Eftir það verður hins vegar gerð sú krafa til verksmiðjunnar að dagleg meðalgildi rykmagns í útblæstri fari ekki yfir 5 mg/Nm3 en heimild verður fyrir því að innan við 20% af árlegum starfsstíma geti ryklosunin náð allt að 20 mg/Nm3. Að mati PCC er eðlilegt að fyrirtækið fái þann aðlögunartíma sem Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir enda var búið að hanna verksmiðjuna og bygging hennar raunar komin á lokastig þegar reglurnar tóku gildi í byrjun mánaðarins. Þegar verksmiðjan verður gangsett verður allt kapp lagt á að ræsingin gangi sem snurðulausast fyrir sig og með stöðugum rekstri verði ryklosun haldið í lagmarki enda er rykið mikilvæg söluvara hjá fyrirtækinu. Aukin ryklosun skerðir því beinlínis tekjur.PCC BakkiSilicon hefur lagt mikinn metnað í undirbúningsvinnu vegna gangsetningar verksmiðjunnar, ekki síst í því skyni að lágmarka umhverfisáhrif til að stuðla að sem víðtækastri sátt um starfsemina. PCC BakkiSilicon fagnar auglýsingu Umhverfisstofnunar á væntanlegu starfsleyfi PCC og opinberri umfjöllun fjölmiðla um starfsemi fyrirtækisins sem hafi það að leiðarljósi að miðla upplýsingum til almennings á faglegum og upplýsandi grundvelli. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir PCC fær afslátt af rykútblæstri Umhverfisstofnun gerir í tillögu að starfsleyfi fyrir PCC Bakki Silicon hf. ráð fyrir að kísilverið fái heimild til að losa fjórfalt meira af rykútblæstri fyrstu tvö rekstrarárin en kveðið er um í lagaákvæðum sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn á grundvelli tilskipunar Evrópuþingsins frá 2010. 21. júlí 2017 06:00 Ráðherra andvígur undanþágu frá lögum fyrir kísilver á Bakka Kísilver PCC á Bakka fær að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið en ný lög leyfa fyrstu tvö rekstrarárin og 73 daga á ári framvegis, verði tillaga Umhverfisstofnunar staðfest. Umhverfisráðherra segir lögin eiga að gilda. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
PCC BakkiSilicon hf. fagnar auglýsingu Umhverfisstofnunar á væntanlegu starfsleyfi fyrir kísilverksmiðjuna á Bakka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu vegna fréttar um tillögu Umhverfisstofnunar sem birtist í Fréttablaðinu 21. júlí sl. Í tillögunni er lagt til að fyrirtækið fái heimild til að losa fjórfalt meira af ryki en ný lög gera ráð fyrir. „Eðlilegt er að fyrirtækið fái þann aðlögunartíma sem Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir enda var búið að hanna verksmiðjuna og bygging hennar raunar komin á lokastig þegar reglurnar tóku gildi í byrjun mánaðarins. Þegar verksmiðjan verður gangsett verður allt kapp lagt á að ræsingin gangi sem snurðulausast fyrir sig og með stöðugum rekstri verði ryklosun haldið í lagmarki enda er rykið mikilvæg söluvara hjá fyrirtækinu. Aukin ryklosun skerðir því beinlínis tekjur,“ segir í yfirlýsingunni. Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Fréttablaðið á þriðjudag að fyrirtækið myndi ekki vera í vandræðum með hertari losunarreglur, að aðlögunartímanum liðnum. Yfirlýsing PPC BakkiSilicon hf. í heild: Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu 21. júlí og Vísi sama dag þar sem segir í fyrirsögn að PCC BakkiSilicon hf. fái „afslátt á rykútblástri“ í væntanlegu starfsleyfi sínu er mikilvægt að upplýsa lesendur um þá staðreynd að í starfsleyfinu verða gerðar strangari kröfur en í sambærilegum starfsleyfum sem veitt hafa verið hér á landi vegna nýrra reglna sem tóku gildi 1. júlí sl. Ennfremur er vert að benda á þá staðreynd að ryk í kísilmálmframleiðslu er mikilvæg söluvara og hefur PCC því beinan fjárhagslegan hag af því að halda losuninni eins lítilli og mögulegt er. Fyrri starfsleyfi sem veitt hafa verið fyrir kíslilmálmframleiðslu á Íslandi gera kröfu um 20 mg/Nm3 dagleg meðalgildi í hámarkslosun í rykútblæstri án frekari skilyrða. PCC verður gert að uppfylla þessar sömu kröfu fyrstu tvö starfsárin vegna aðlögunar að nýju reglunum. Eftir það verður hins vegar gerð sú krafa til verksmiðjunnar að dagleg meðalgildi rykmagns í útblæstri fari ekki yfir 5 mg/Nm3 en heimild verður fyrir því að innan við 20% af árlegum starfsstíma geti ryklosunin náð allt að 20 mg/Nm3. Að mati PCC er eðlilegt að fyrirtækið fái þann aðlögunartíma sem Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir enda var búið að hanna verksmiðjuna og bygging hennar raunar komin á lokastig þegar reglurnar tóku gildi í byrjun mánaðarins. Þegar verksmiðjan verður gangsett verður allt kapp lagt á að ræsingin gangi sem snurðulausast fyrir sig og með stöðugum rekstri verði ryklosun haldið í lagmarki enda er rykið mikilvæg söluvara hjá fyrirtækinu. Aukin ryklosun skerðir því beinlínis tekjur.PCC BakkiSilicon hefur lagt mikinn metnað í undirbúningsvinnu vegna gangsetningar verksmiðjunnar, ekki síst í því skyni að lágmarka umhverfisáhrif til að stuðla að sem víðtækastri sátt um starfsemina. PCC BakkiSilicon fagnar auglýsingu Umhverfisstofnunar á væntanlegu starfsleyfi PCC og opinberri umfjöllun fjölmiðla um starfsemi fyrirtækisins sem hafi það að leiðarljósi að miðla upplýsingum til almennings á faglegum og upplýsandi grundvelli.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir PCC fær afslátt af rykútblæstri Umhverfisstofnun gerir í tillögu að starfsleyfi fyrir PCC Bakki Silicon hf. ráð fyrir að kísilverið fái heimild til að losa fjórfalt meira af rykútblæstri fyrstu tvö rekstrarárin en kveðið er um í lagaákvæðum sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn á grundvelli tilskipunar Evrópuþingsins frá 2010. 21. júlí 2017 06:00 Ráðherra andvígur undanþágu frá lögum fyrir kísilver á Bakka Kísilver PCC á Bakka fær að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið en ný lög leyfa fyrstu tvö rekstrarárin og 73 daga á ári framvegis, verði tillaga Umhverfisstofnunar staðfest. Umhverfisráðherra segir lögin eiga að gilda. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
PCC fær afslátt af rykútblæstri Umhverfisstofnun gerir í tillögu að starfsleyfi fyrir PCC Bakki Silicon hf. ráð fyrir að kísilverið fái heimild til að losa fjórfalt meira af rykútblæstri fyrstu tvö rekstrarárin en kveðið er um í lagaákvæðum sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn á grundvelli tilskipunar Evrópuþingsins frá 2010. 21. júlí 2017 06:00
Ráðherra andvígur undanþágu frá lögum fyrir kísilver á Bakka Kísilver PCC á Bakka fær að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið en ný lög leyfa fyrstu tvö rekstrarárin og 73 daga á ári framvegis, verði tillaga Umhverfisstofnunar staðfest. Umhverfisráðherra segir lögin eiga að gilda. 22. júlí 2017 07:00