Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Halldór áframleigði íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Svindlarinn margdæmdi Halldór Viðar Sanne virðist hafa fundið leið til að hafa milljónir af grandalausum leigjendum og nýtir sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði og hátt leiguverð til að stinga undan miklum fjármunum. Einstaklingar sem telja sig svikna af Halldóri Viðari hafa mjög svipaðar sögur að segja þar sem dæmalaus svik, prettir og svindl koma við sögu. Halldór Viðar auglýsti íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á vefsíðunni Bland síðastliðið haust. Leigði hann Óskari Brynjólfssyni íbúðina og krafðist 700 þúsund króna í fyrirframgreidda leigu en leiguverð íbúðarinnar var 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta fjölskyldufólk, í góðri trú, greiddi umsamda upphæð, flutti inn, og greiddi Halldóri leigu samviskusamlega. „Í byrjun janúar er svo bankað upp á. Voru þar á ferðinni raunverulegir eigendur íbúðarinnar. Þá komst upp að íbúðin var ekkert í eigu Halldórs,“ segir Óskar. „Halldór Viðar greiddi því ekki leiguna til eigenda íbúðarinnar og stakk peningum okkar í eigin vasa. Hafði hann rúma eina og hálfa milljón króna af okkur. Við höfum kært málið til lögreglu sem og eigandi íbúðarinnar. Við eigum samskipti við hann sem sýna hvernig hann fer að þessu,“ bætir Óskar við. Svipaða sögu hefur Ingólfur Ágúst Hreinsson af viðskiptum við Halldór Sanne að segja. Halldór ætlaði að hjálpa honum að fá leigða íbúð í Perlukór í Kópavogi. Ingólfur segir Halldór hafa vélað hann til að leigja íbúðina á nafni Halldórs og sannfærði hann um að allir vildu leigja Halldóri íbúðir. Þegar yfir lauk hafði Halldór náð af honum um tveimur milljónum króna. „Ég eiginlega skammast mín fyrir að hafa látið manninn fara svona með mig en hann náði mér á flug. Ég kærði málið til lögreglu í haust,“ segir Ingólfur. „Rannsókn er hins vegar ekki hafin á þessu. Á meðan heldur hann áfram.“ Þessar sögur virðast ríma ágætlega við sögu Bergljótar Snorradóttur en hún hefur einnig kært Halldór fyrir að hafa af sér fé. Þá sagðist Halldór iðrast þeirra gjörða sinna en taldi sig nýjan og breyttan mann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Svindlarinn margdæmdi Halldór Viðar Sanne virðist hafa fundið leið til að hafa milljónir af grandalausum leigjendum og nýtir sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði og hátt leiguverð til að stinga undan miklum fjármunum. Einstaklingar sem telja sig svikna af Halldóri Viðari hafa mjög svipaðar sögur að segja þar sem dæmalaus svik, prettir og svindl koma við sögu. Halldór Viðar auglýsti íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á vefsíðunni Bland síðastliðið haust. Leigði hann Óskari Brynjólfssyni íbúðina og krafðist 700 þúsund króna í fyrirframgreidda leigu en leiguverð íbúðarinnar var 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta fjölskyldufólk, í góðri trú, greiddi umsamda upphæð, flutti inn, og greiddi Halldóri leigu samviskusamlega. „Í byrjun janúar er svo bankað upp á. Voru þar á ferðinni raunverulegir eigendur íbúðarinnar. Þá komst upp að íbúðin var ekkert í eigu Halldórs,“ segir Óskar. „Halldór Viðar greiddi því ekki leiguna til eigenda íbúðarinnar og stakk peningum okkar í eigin vasa. Hafði hann rúma eina og hálfa milljón króna af okkur. Við höfum kært málið til lögreglu sem og eigandi íbúðarinnar. Við eigum samskipti við hann sem sýna hvernig hann fer að þessu,“ bætir Óskar við. Svipaða sögu hefur Ingólfur Ágúst Hreinsson af viðskiptum við Halldór Sanne að segja. Halldór ætlaði að hjálpa honum að fá leigða íbúð í Perlukór í Kópavogi. Ingólfur segir Halldór hafa vélað hann til að leigja íbúðina á nafni Halldórs og sannfærði hann um að allir vildu leigja Halldóri íbúðir. Þegar yfir lauk hafði Halldór náð af honum um tveimur milljónum króna. „Ég eiginlega skammast mín fyrir að hafa látið manninn fara svona með mig en hann náði mér á flug. Ég kærði málið til lögreglu í haust,“ segir Ingólfur. „Rannsókn er hins vegar ekki hafin á þessu. Á meðan heldur hann áfram.“ Þessar sögur virðast ríma ágætlega við sögu Bergljótar Snorradóttur en hún hefur einnig kært Halldór fyrir að hafa af sér fé. Þá sagðist Halldór iðrast þeirra gjörða sinna en taldi sig nýjan og breyttan mann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira