Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Halldór áframleigði íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Svindlarinn margdæmdi Halldór Viðar Sanne virðist hafa fundið leið til að hafa milljónir af grandalausum leigjendum og nýtir sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði og hátt leiguverð til að stinga undan miklum fjármunum. Einstaklingar sem telja sig svikna af Halldóri Viðari hafa mjög svipaðar sögur að segja þar sem dæmalaus svik, prettir og svindl koma við sögu. Halldór Viðar auglýsti íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á vefsíðunni Bland síðastliðið haust. Leigði hann Óskari Brynjólfssyni íbúðina og krafðist 700 þúsund króna í fyrirframgreidda leigu en leiguverð íbúðarinnar var 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta fjölskyldufólk, í góðri trú, greiddi umsamda upphæð, flutti inn, og greiddi Halldóri leigu samviskusamlega. „Í byrjun janúar er svo bankað upp á. Voru þar á ferðinni raunverulegir eigendur íbúðarinnar. Þá komst upp að íbúðin var ekkert í eigu Halldórs,“ segir Óskar. „Halldór Viðar greiddi því ekki leiguna til eigenda íbúðarinnar og stakk peningum okkar í eigin vasa. Hafði hann rúma eina og hálfa milljón króna af okkur. Við höfum kært málið til lögreglu sem og eigandi íbúðarinnar. Við eigum samskipti við hann sem sýna hvernig hann fer að þessu,“ bætir Óskar við. Svipaða sögu hefur Ingólfur Ágúst Hreinsson af viðskiptum við Halldór Sanne að segja. Halldór ætlaði að hjálpa honum að fá leigða íbúð í Perlukór í Kópavogi. Ingólfur segir Halldór hafa vélað hann til að leigja íbúðina á nafni Halldórs og sannfærði hann um að allir vildu leigja Halldóri íbúðir. Þegar yfir lauk hafði Halldór náð af honum um tveimur milljónum króna. „Ég eiginlega skammast mín fyrir að hafa látið manninn fara svona með mig en hann náði mér á flug. Ég kærði málið til lögreglu í haust,“ segir Ingólfur. „Rannsókn er hins vegar ekki hafin á þessu. Á meðan heldur hann áfram.“ Þessar sögur virðast ríma ágætlega við sögu Bergljótar Snorradóttur en hún hefur einnig kært Halldór fyrir að hafa af sér fé. Þá sagðist Halldór iðrast þeirra gjörða sinna en taldi sig nýjan og breyttan mann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Svindlarinn margdæmdi Halldór Viðar Sanne virðist hafa fundið leið til að hafa milljónir af grandalausum leigjendum og nýtir sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði og hátt leiguverð til að stinga undan miklum fjármunum. Einstaklingar sem telja sig svikna af Halldóri Viðari hafa mjög svipaðar sögur að segja þar sem dæmalaus svik, prettir og svindl koma við sögu. Halldór Viðar auglýsti íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á vefsíðunni Bland síðastliðið haust. Leigði hann Óskari Brynjólfssyni íbúðina og krafðist 700 þúsund króna í fyrirframgreidda leigu en leiguverð íbúðarinnar var 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta fjölskyldufólk, í góðri trú, greiddi umsamda upphæð, flutti inn, og greiddi Halldóri leigu samviskusamlega. „Í byrjun janúar er svo bankað upp á. Voru þar á ferðinni raunverulegir eigendur íbúðarinnar. Þá komst upp að íbúðin var ekkert í eigu Halldórs,“ segir Óskar. „Halldór Viðar greiddi því ekki leiguna til eigenda íbúðarinnar og stakk peningum okkar í eigin vasa. Hafði hann rúma eina og hálfa milljón króna af okkur. Við höfum kært málið til lögreglu sem og eigandi íbúðarinnar. Við eigum samskipti við hann sem sýna hvernig hann fer að þessu,“ bætir Óskar við. Svipaða sögu hefur Ingólfur Ágúst Hreinsson af viðskiptum við Halldór Sanne að segja. Halldór ætlaði að hjálpa honum að fá leigða íbúð í Perlukór í Kópavogi. Ingólfur segir Halldór hafa vélað hann til að leigja íbúðina á nafni Halldórs og sannfærði hann um að allir vildu leigja Halldóri íbúðir. Þegar yfir lauk hafði Halldór náð af honum um tveimur milljónum króna. „Ég eiginlega skammast mín fyrir að hafa látið manninn fara svona með mig en hann náði mér á flug. Ég kærði málið til lögreglu í haust,“ segir Ingólfur. „Rannsókn er hins vegar ekki hafin á þessu. Á meðan heldur hann áfram.“ Þessar sögur virðast ríma ágætlega við sögu Bergljótar Snorradóttur en hún hefur einnig kært Halldór fyrir að hafa af sér fé. Þá sagðist Halldór iðrast þeirra gjörða sinna en taldi sig nýjan og breyttan mann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira