Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. júlí 2017 18:45 Konan hefur búið í fellihýsinu í þrjár vikur, eða síðan húsið sem hún leigði í níu ár var selt. MYND/VÍSIR Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“ Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira