Guðlaugur Þór í hringiðu baráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2017 10:00 Guðlaugur Þór Þórðarson hefur styrkt stöðu sína verulega innan Sjálfstæðisflokksins frá hruni og bakland hans er sterkt. Vísir/Vilhelm Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira