Það er hollt að gráta 25. apríl 2017 13:00 Aron Már Ólafsson og Orri Gunnlaugsson, ásamt Hildi Skúladóttur, standa á bak við Allir gráta. Vísir/Eyþór Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. „Allir gráta eru félagasamtök sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga á Íslandi,“ segir Orri Gunnlaugsson, verkefnastjóri samtakanna, en hann, Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir stofnuðu samtökin í desember. Hugmyndina að samtökunum átti Aron Már Ólafsson leiklistarnemi, betur þekktur sem Aronmola, en hann er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna landsins. „Aronmola er með yfir 30 þúsund fylgjendur á Snapchat og hann langaði til þess að nýta samfélagsmiðlana í eitthvað uppbyggilegt. En það var einmitt í gegnum Snapchat sem hann fann þörfina fyrir verkefnið Allir gráta,“ segir Orri. Aron vakti töluverða athygli þegar hann fór til Los Angeles í nóvember í fyrra þar sem hann var staddur til að taka upp efni ásamt því að spóka sig um með stærstu samfélagsmiðlastjörnum heims. Á þessum tíma opnaði Aron sig um persónulega reynslu af þunglyndi og talaði opinskátt um reynslu sína í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. „Þetta fór allt af stað eftir það. Við höfum verið að vinna í því að safna í styrktarsjóð, sem við komum til með að úthluta úr í byrjun júní,“ segir Orri og bætir við að hver sem hafi hugmynd að verkefni til að efla geðheilsu barna og unglinga á Íslandi geti sótt um í sjóðinn.Allir gráta eru félagssamtök sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga.Frá áramótum hefur Aron farið í grunn- og framhaldsskóla þar sem hann hefur kynnt málefni samtakanna ásamt því að tala við krakkana um reynslu sína. „Þar sem ég byrjaði á því að opna mig á Snapchat um mína eigin reynslu langaði mig bara að fara í skólana og tala beint við krakkana,“ segir Aron Már. Umsóknarferlið er opið til 1. júní á allirgrata.is/styrktarumsokn. Nú þegar hafa borist yfir 50 hugmyndir. „Við erum öll alveg gífurlega þakklát fyrir viðbrögðin sem við höfum fengið, það var opnað fyrir umsóknir í síðustu viku, svo þetta fer vel af stað, við viljum hvetja alla til að koma sinni hugmynd á framfæri, sama hver hún er,“ segir Orri, þakklátur. Hægt er að styrka málefnið með því að leggja inn á reikning samtakanna. „Reikningsnúmerið er 528-14-404866 og kennitalan 561216-0530. Svo erum við í því að finna upp á skemmtilegum verkefnum til að efla sjóðinn áður en úthlutað verður úr honum í júní. Við byrjuðum með SMS-leik og núna erum við með í símasölu fallega nælu sem hönnuð var af Rakel Tómasdóttur og Gabríel Bachmann en hún verður einnig fáanleg í verslunum fljótlega,“ segir Orri. Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. „Allir gráta eru félagasamtök sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga á Íslandi,“ segir Orri Gunnlaugsson, verkefnastjóri samtakanna, en hann, Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir stofnuðu samtökin í desember. Hugmyndina að samtökunum átti Aron Már Ólafsson leiklistarnemi, betur þekktur sem Aronmola, en hann er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna landsins. „Aronmola er með yfir 30 þúsund fylgjendur á Snapchat og hann langaði til þess að nýta samfélagsmiðlana í eitthvað uppbyggilegt. En það var einmitt í gegnum Snapchat sem hann fann þörfina fyrir verkefnið Allir gráta,“ segir Orri. Aron vakti töluverða athygli þegar hann fór til Los Angeles í nóvember í fyrra þar sem hann var staddur til að taka upp efni ásamt því að spóka sig um með stærstu samfélagsmiðlastjörnum heims. Á þessum tíma opnaði Aron sig um persónulega reynslu af þunglyndi og talaði opinskátt um reynslu sína í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. „Þetta fór allt af stað eftir það. Við höfum verið að vinna í því að safna í styrktarsjóð, sem við komum til með að úthluta úr í byrjun júní,“ segir Orri og bætir við að hver sem hafi hugmynd að verkefni til að efla geðheilsu barna og unglinga á Íslandi geti sótt um í sjóðinn.Allir gráta eru félagssamtök sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga.Frá áramótum hefur Aron farið í grunn- og framhaldsskóla þar sem hann hefur kynnt málefni samtakanna ásamt því að tala við krakkana um reynslu sína. „Þar sem ég byrjaði á því að opna mig á Snapchat um mína eigin reynslu langaði mig bara að fara í skólana og tala beint við krakkana,“ segir Aron Már. Umsóknarferlið er opið til 1. júní á allirgrata.is/styrktarumsokn. Nú þegar hafa borist yfir 50 hugmyndir. „Við erum öll alveg gífurlega þakklát fyrir viðbrögðin sem við höfum fengið, það var opnað fyrir umsóknir í síðustu viku, svo þetta fer vel af stað, við viljum hvetja alla til að koma sinni hugmynd á framfæri, sama hver hún er,“ segir Orri, þakklátur. Hægt er að styrka málefnið með því að leggja inn á reikning samtakanna. „Reikningsnúmerið er 528-14-404866 og kennitalan 561216-0530. Svo erum við í því að finna upp á skemmtilegum verkefnum til að efla sjóðinn áður en úthlutað verður úr honum í júní. Við byrjuðum með SMS-leik og núna erum við með í símasölu fallega nælu sem hönnuð var af Rakel Tómasdóttur og Gabríel Bachmann en hún verður einnig fáanleg í verslunum fljótlega,“ segir Orri.
Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira