Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2017 09:14 Egill var efins hvort hann ætti að taka að sér verkefnið, einmitt til að forðast uppákomur á borð við þessar. Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“ Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira