Birtu nektarmyndir með fréttum af fyrsta kvenkyns Doktornum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. júlí 2017 12:31 Jodie Whittaker er fyrsta konan sem fer með hlutverk Doktorsins í þáttunum Doctor Who. BBC Bresku miðlarnir The Sun og Mail Online sæta nú harðri gagnrýni eftir að þeir birtu nektarmyndir af leikkonunni Jodie Whittaker með fréttum af því að hún taki við hlutverki Doktorsins í bresku þáttunum Doctor Who. Breska ríkissjónvarpið tilkynnti á sunnudaginn að Whittaker tæki fyrst kvenna við sögufrægu hlutverki Doktorsins. Báðir miðlarnir fóru yfir fyrri hlutverk Whittaker þar sem hún hefur komið nakin fram og birtu með fréttunum skjáskot af téðum nektaratriðum. Samtök leikkvenna um jafnrétti (Equal Representation for Actresses, ERA) segjast vonsvikin með umfjöllun miðlanna um Whittaker. „Við erum himinlifandi með hlutverk Jodie Whittaker sem þrettándi Doktorinn. Við erum hins vegar undrandi og vonsvikin með smættandi og óábyrga ákvörðun Daily Mail og Sun að birta greinar þar sem Jodie er sýnd í nektarsenum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.„Ögrandi fortíð“ Fyrirsögn Mail Online var „Doctor Nude!“ eða Doktor nakinn og í henni var einnig að finna myndir af karlmönnum sem hafa farið með hlutverk Doktorsins berum að ofan. Í umfjöllun The Sun var talað um „ögrandi fortíð“ Whittaker á skjánum. The Sun birti aðra aðskilda grein þar sem Whittaker var tilkynnt í hlutverkið á forsíðu sinni. Myndirnar birtust ekki í blaðinu Daily Mail, heldur einungis á vefnum.The Sun's take on Jodie Whittaker as the new Doctor is as repugnant as you might expect: "SHE STRIPPED! SHE'S GOT TITS AND SHE STRIPPED!" pic.twitter.com/69YhbnikRU— Ryan John Butcher (@ryanjohnbutcher) July 17, 2017 The Sun today publishes pictures of the new Doctor Who's breasts. I'm not sure things have shifted on their axis all that much, after all.— James O'Brien (@mrjamesob) July 17, 2017 Þetta er, sem fyrr segir, í fyrsta sinn sem kona fer með hlutverk Doktorsins. Þættirnir Doctor Who hafa verið sýndir á BBC með hléum frá árinu 1963. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er meðal þeirra sem hafa tekið fréttunum fagnandi, en samkvæmt talsmanni hennar reynir ráðherrann alltaf að horfa á jólaþáttinn af Doctor Who, sem hefð er fyrir að séu sýndir á Jóladag.Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem tilkynnt var um hinn nýja Doktor. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Bresku miðlarnir The Sun og Mail Online sæta nú harðri gagnrýni eftir að þeir birtu nektarmyndir af leikkonunni Jodie Whittaker með fréttum af því að hún taki við hlutverki Doktorsins í bresku þáttunum Doctor Who. Breska ríkissjónvarpið tilkynnti á sunnudaginn að Whittaker tæki fyrst kvenna við sögufrægu hlutverki Doktorsins. Báðir miðlarnir fóru yfir fyrri hlutverk Whittaker þar sem hún hefur komið nakin fram og birtu með fréttunum skjáskot af téðum nektaratriðum. Samtök leikkvenna um jafnrétti (Equal Representation for Actresses, ERA) segjast vonsvikin með umfjöllun miðlanna um Whittaker. „Við erum himinlifandi með hlutverk Jodie Whittaker sem þrettándi Doktorinn. Við erum hins vegar undrandi og vonsvikin með smættandi og óábyrga ákvörðun Daily Mail og Sun að birta greinar þar sem Jodie er sýnd í nektarsenum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.„Ögrandi fortíð“ Fyrirsögn Mail Online var „Doctor Nude!“ eða Doktor nakinn og í henni var einnig að finna myndir af karlmönnum sem hafa farið með hlutverk Doktorsins berum að ofan. Í umfjöllun The Sun var talað um „ögrandi fortíð“ Whittaker á skjánum. The Sun birti aðra aðskilda grein þar sem Whittaker var tilkynnt í hlutverkið á forsíðu sinni. Myndirnar birtust ekki í blaðinu Daily Mail, heldur einungis á vefnum.The Sun's take on Jodie Whittaker as the new Doctor is as repugnant as you might expect: "SHE STRIPPED! SHE'S GOT TITS AND SHE STRIPPED!" pic.twitter.com/69YhbnikRU— Ryan John Butcher (@ryanjohnbutcher) July 17, 2017 The Sun today publishes pictures of the new Doctor Who's breasts. I'm not sure things have shifted on their axis all that much, after all.— James O'Brien (@mrjamesob) July 17, 2017 Þetta er, sem fyrr segir, í fyrsta sinn sem kona fer með hlutverk Doktorsins. Þættirnir Doctor Who hafa verið sýndir á BBC með hléum frá árinu 1963. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er meðal þeirra sem hafa tekið fréttunum fagnandi, en samkvæmt talsmanni hennar reynir ráðherrann alltaf að horfa á jólaþáttinn af Doctor Who, sem hefð er fyrir að séu sýndir á Jóladag.Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem tilkynnt var um hinn nýja Doktor.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira