Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 19:24 Sólmundur Hólm Sólmundsson. Vísir/Stefán Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni. Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni.
Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50