Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 20:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson á Grand hótel. Vísir/Stefán Karlsson Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“ Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“
Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15