Smári segir skattatillögur nýrrar ríkisstjórnar algjört prump Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2017 13:13 Gunnar Smári segir skattbreytingatillögur nýrrar ríkisstjórnar algert prump. Væntanlega mun skattastefnan standa í VG-liðum á flokksráðsfundinum á eftir. vísir/vilhelm Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður hefur lagst yfir skattastefnu sem lögð verður upp samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála. Og gefur henni algera falleinkunn. Segir hana algert prump, svo notað sé orðfæri hans sjálfs, en Gunnar Smári er þekktur fyrir að kunna að fara með reiknistokkinn. Þeir fyrirvarar eru á útreikningum Gunnars Smára að þeir miða við það sem Morgunblaðið greindi frá í morgun og byggir á upplýsingum úr hinum óbirta sáttmála. Flokksstofnanir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu taka afstöðu til stjórnarsáttmálans á eftir. Ólíklegt verður að telja að flokksmenn muni setja sig á móti stjórnarsamstarfinu. Þó gagnrýnin sem dunið hefur á Vinstri grænum varðandi þetta þetta umdeilda stjórnarsamstarf, þar sem sitthvor endinn á hinum flokkspólitíska ási vinstri/hægri taka höndum saman, miði ekki við það sem finna má í sáttmálanum hafa margir sagst vilja bíða og sjá hvernig stjórnarsáttmálinn lítur út.Gunnar Smári Egilsson.Vísir/StefánÁ hraðri leið til helvítis Það sem einkum greinir Vinstri græna og Sjálfstæðisflokk að eru áherslur í skattamálum. Ef marka má Gunnar Smára þá má Sjálfstæðisflokkurinn vel við una. En vinstri menn varla, ef marka má Gunnar Smára sem segir í langri færslu á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands, og spennandi verður að sjá hvernig á þessu verður tekið á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst klukkan 17 á Grand Hótel nú á eftir: „Á skalanum frá eitri upp í englasöng fá þessar skattabreytingar einkunnina Prump. Ríkisstjórnin mun reyna að spinna sögur um að þetta sé stefnubreyting frá skattastefnu nýfrjálshyggjuáranna, sem gróf undan velferðarkerfinu og jók við ójöfnuð í samfélaginu; en að baki þeim sögum er ekkert innihald. Við erum enn á hraðleið til helvítis – Á réttri leið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði,“ segir fjölmiðlamaðurinn án nokkurrar miskunnar.Fjármagnseigendur ættu að verða kátir Gunnar Smári fer vandlega í saumana á skattastefnunni, segir að hækkun fjármagnstekjuskatts úr 20 prósent í 22 prósent, eins og að er stefnt, færi Ísland úr neðsta sæti í okkar heimshluta (fyrri utan skattaparadísina Írland) sem Ísland deildi með Finnlandi upp að hlið Svíþjóðar og Danmerkur. „Það er þó ekki alveg svo því hugmyndir eru upp um að reikna skattinn af raunávöxtun, það er draga frá verðlagsbreytingar, en engin þjóð nennir svoleiðis nokkru. Raunskattur á Íslandi verður því alltaf lægri en skattprósentan segir til um.“Skjákskot af hluta úttektar Gunnars Smára.Og grjótharður Gunnar Smári heldur áfram: „Miðað við verðbólgu í dag er hækkun úr 20% í 22% nánast engin hækkun ef miða á við raunávöxtun; aðeins hækkun úr 20% í 20,3%. Ef fjármagnseigendur mættu velja myndu þeir örugglega kjósa nýja fyrirkomulagið, því það ver þá fyrir verðbólgu í framtíðinni, tryggir að þeir þurfi aldrei að borga hærri raunskatt en 22% en óverðtryggð skattprósenta í 20% getur leitt til skatta sem eru mun hærri sé miðað við raunávöxtun.“Skattur á fyrirtæki miklu hærri í Svíþjóð og Danmörku En þótt skattprósentan í fjármagnstekjuskatti sé komin á svipað ról og í Svíþjóð og Danmörku þá gefur það ekki rétta mynd af álögum á fjármagnseigendur, auðvaldið, að sögn Gunnars Smára. „Tekjuskattar fyrirtækja eru miklum mun hærri í Svíþjóð og Danmörku svo að samanlagður tekjuskattur fyrirtækja og skattur á arð er 45,40% í Svíþjóð og 54,76% í Danmörku á meðan þetta hlutfall er 36,00% í dag á Íslandi en færi upp í 37,60% eftir breytingar, ef ekkert tillit er tekið til verðlagsverndar fjármagns.“ Til að hækka skatta á fjármagn til jafns við það sem tíðkast á Norðurlöndunum þyrfti því að hækka tekjuskatta á fyrirtæki rækilega. „Þeir eru aðeins 20% í dag, sem er lægra en nokkurs staðar í okkar heimshluta fyrir utan skattaparadísina Írland (sem verst nú refsiaðgerðum frá Evrópusambandinu vegna undirboða á sköttum). Samanlagður tekjuskattur á fyrirtæki og fjármagns tekjuskattur er aðeins lægri en á Íslandi í þessu Evrópulöndum: Pólland, Tyrkland, Tékkland, Slóvakía, Lettland, Ungverjaland og Eistland. Þetta eru lönd sem féllu niður í dólga-nýfrjálshyggju um leið og þau losnuðu undan sovétinu.“Þyrfti að hækka tekjuskatt á fyrirtæki til muna Gunnar Smári segir þetta algert fálm út í loftið: „Til að koma Íslandi inn í skattkerfi okkar heimshluta, velferðarkerfa Norðvestur-Evrópu þyrfti að hækka tekjuskatta á fyrirtæki upp í 30-40% ef skattkerfið á að geta staðið undir sambærilegri velferð og fólk nýtur í okkar heimshluta án þess að launafólk sé skattpínt.“ Samandregið þykir Gunnari Smára þetta hin mesta ósvinna, að bjóða launafólki uppá annað eins og þetta. En, úttekt hans geta þeir sem eru á Facebook lesið með því að fara á meðfylgjandi hlekk hér neðar. En þessar breytingar munu, að mati Gunnars Smára, engu breyta fyrir þá sem standa verr settu í þessu samfélagi. Tengdar fréttir Framsóknarmenn alsælir með sáttmálann Ætla að koma saman í Bændahöllinni og hafa það huggulegt. 28. nóvember 2017 15:03 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður hefur lagst yfir skattastefnu sem lögð verður upp samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála. Og gefur henni algera falleinkunn. Segir hana algert prump, svo notað sé orðfæri hans sjálfs, en Gunnar Smári er þekktur fyrir að kunna að fara með reiknistokkinn. Þeir fyrirvarar eru á útreikningum Gunnars Smára að þeir miða við það sem Morgunblaðið greindi frá í morgun og byggir á upplýsingum úr hinum óbirta sáttmála. Flokksstofnanir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu taka afstöðu til stjórnarsáttmálans á eftir. Ólíklegt verður að telja að flokksmenn muni setja sig á móti stjórnarsamstarfinu. Þó gagnrýnin sem dunið hefur á Vinstri grænum varðandi þetta þetta umdeilda stjórnarsamstarf, þar sem sitthvor endinn á hinum flokkspólitíska ási vinstri/hægri taka höndum saman, miði ekki við það sem finna má í sáttmálanum hafa margir sagst vilja bíða og sjá hvernig stjórnarsáttmálinn lítur út.Gunnar Smári Egilsson.Vísir/StefánÁ hraðri leið til helvítis Það sem einkum greinir Vinstri græna og Sjálfstæðisflokk að eru áherslur í skattamálum. Ef marka má Gunnar Smára þá má Sjálfstæðisflokkurinn vel við una. En vinstri menn varla, ef marka má Gunnar Smára sem segir í langri færslu á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands, og spennandi verður að sjá hvernig á þessu verður tekið á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst klukkan 17 á Grand Hótel nú á eftir: „Á skalanum frá eitri upp í englasöng fá þessar skattabreytingar einkunnina Prump. Ríkisstjórnin mun reyna að spinna sögur um að þetta sé stefnubreyting frá skattastefnu nýfrjálshyggjuáranna, sem gróf undan velferðarkerfinu og jók við ójöfnuð í samfélaginu; en að baki þeim sögum er ekkert innihald. Við erum enn á hraðleið til helvítis – Á réttri leið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði,“ segir fjölmiðlamaðurinn án nokkurrar miskunnar.Fjármagnseigendur ættu að verða kátir Gunnar Smári fer vandlega í saumana á skattastefnunni, segir að hækkun fjármagnstekjuskatts úr 20 prósent í 22 prósent, eins og að er stefnt, færi Ísland úr neðsta sæti í okkar heimshluta (fyrri utan skattaparadísina Írland) sem Ísland deildi með Finnlandi upp að hlið Svíþjóðar og Danmerkur. „Það er þó ekki alveg svo því hugmyndir eru upp um að reikna skattinn af raunávöxtun, það er draga frá verðlagsbreytingar, en engin þjóð nennir svoleiðis nokkru. Raunskattur á Íslandi verður því alltaf lægri en skattprósentan segir til um.“Skjákskot af hluta úttektar Gunnars Smára.Og grjótharður Gunnar Smári heldur áfram: „Miðað við verðbólgu í dag er hækkun úr 20% í 22% nánast engin hækkun ef miða á við raunávöxtun; aðeins hækkun úr 20% í 20,3%. Ef fjármagnseigendur mættu velja myndu þeir örugglega kjósa nýja fyrirkomulagið, því það ver þá fyrir verðbólgu í framtíðinni, tryggir að þeir þurfi aldrei að borga hærri raunskatt en 22% en óverðtryggð skattprósenta í 20% getur leitt til skatta sem eru mun hærri sé miðað við raunávöxtun.“Skattur á fyrirtæki miklu hærri í Svíþjóð og Danmörku En þótt skattprósentan í fjármagnstekjuskatti sé komin á svipað ról og í Svíþjóð og Danmörku þá gefur það ekki rétta mynd af álögum á fjármagnseigendur, auðvaldið, að sögn Gunnars Smára. „Tekjuskattar fyrirtækja eru miklum mun hærri í Svíþjóð og Danmörku svo að samanlagður tekjuskattur fyrirtækja og skattur á arð er 45,40% í Svíþjóð og 54,76% í Danmörku á meðan þetta hlutfall er 36,00% í dag á Íslandi en færi upp í 37,60% eftir breytingar, ef ekkert tillit er tekið til verðlagsverndar fjármagns.“ Til að hækka skatta á fjármagn til jafns við það sem tíðkast á Norðurlöndunum þyrfti því að hækka tekjuskatta á fyrirtæki rækilega. „Þeir eru aðeins 20% í dag, sem er lægra en nokkurs staðar í okkar heimshluta fyrir utan skattaparadísina Írland (sem verst nú refsiaðgerðum frá Evrópusambandinu vegna undirboða á sköttum). Samanlagður tekjuskattur á fyrirtæki og fjármagns tekjuskattur er aðeins lægri en á Íslandi í þessu Evrópulöndum: Pólland, Tyrkland, Tékkland, Slóvakía, Lettland, Ungverjaland og Eistland. Þetta eru lönd sem féllu niður í dólga-nýfrjálshyggju um leið og þau losnuðu undan sovétinu.“Þyrfti að hækka tekjuskatt á fyrirtæki til muna Gunnar Smári segir þetta algert fálm út í loftið: „Til að koma Íslandi inn í skattkerfi okkar heimshluta, velferðarkerfa Norðvestur-Evrópu þyrfti að hækka tekjuskatta á fyrirtæki upp í 30-40% ef skattkerfið á að geta staðið undir sambærilegri velferð og fólk nýtur í okkar heimshluta án þess að launafólk sé skattpínt.“ Samandregið þykir Gunnari Smára þetta hin mesta ósvinna, að bjóða launafólki uppá annað eins og þetta. En, úttekt hans geta þeir sem eru á Facebook lesið með því að fara á meðfylgjandi hlekk hér neðar. En þessar breytingar munu, að mati Gunnars Smára, engu breyta fyrir þá sem standa verr settu í þessu samfélagi.
Tengdar fréttir Framsóknarmenn alsælir með sáttmálann Ætla að koma saman í Bændahöllinni og hafa það huggulegt. 28. nóvember 2017 15:03 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Framsóknarmenn alsælir með sáttmálann Ætla að koma saman í Bændahöllinni og hafa það huggulegt. 28. nóvember 2017 15:03
Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42