Trump-tröllin í íslenska skálanum í Feneyjum vekja athygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 16:27 Egill með tröllunum Ugh og Boogar. mynd/kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum er nú þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir að listasýningin opni ekki formlega fyrr en á morgun. Síðustu daga hefur staðið yfir forsýning á tvíæringnum en Egill Sæbjörnsson er listamaðurinn sem ber ábyrgð á íslenska skálanum. Ítarlega er fjallað um Egil og verk hans á tvíæringnum í grein á The Guardian í dag. Þar segir að Egill hafi ákveðið að eftirláta tröllunum Ugh og Boogar að taka yfir íslenska skálann. Tröllin eru skáldlegar verur sem hafa verið hluti af lífi Egils í áratug og eru samkvæmt honum mjög ill í skapinu auk þess sem þau borða fólk. „Það er erfitt. Stundum kem ég til baka í stúdíóið og þá liggja brjóst af dauðu fólki úti um allt,“ segir Egill í samtali við The Guardian. Þegar tröllin heyrðu síðan af því að hann ætti að sjá um íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum urðu þau mjög öfundsjúk og kröfðust þess að hann myndi láta þeim eftir skálann. Skálinn samanstendur af tveimur þriggja hæða mannvirkjum sem hvort um sig mynda höfuð Ugh og Boogar. Gestir geta gengið inn og upp um höfuðin en út úr þeim standa tvö stór nef. Vídjólistaverkum er síðan varpað á þessi mannvirki svo þau lifna við og verða að tröllaandlitum. Þau hreyfa sig, anda og tala um það á sín á milli hvaða ferðamenn í Feneyjum eru girnilegastir til að borða. Í grein Guardian eru tröllin kölluð Trump-tröll þar sem að andlitum þeirra Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Grein Guardian má lesa hér en ítarlega verður rætt við Egil í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum er nú þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir að listasýningin opni ekki formlega fyrr en á morgun. Síðustu daga hefur staðið yfir forsýning á tvíæringnum en Egill Sæbjörnsson er listamaðurinn sem ber ábyrgð á íslenska skálanum. Ítarlega er fjallað um Egil og verk hans á tvíæringnum í grein á The Guardian í dag. Þar segir að Egill hafi ákveðið að eftirláta tröllunum Ugh og Boogar að taka yfir íslenska skálann. Tröllin eru skáldlegar verur sem hafa verið hluti af lífi Egils í áratug og eru samkvæmt honum mjög ill í skapinu auk þess sem þau borða fólk. „Það er erfitt. Stundum kem ég til baka í stúdíóið og þá liggja brjóst af dauðu fólki úti um allt,“ segir Egill í samtali við The Guardian. Þegar tröllin heyrðu síðan af því að hann ætti að sjá um íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum urðu þau mjög öfundsjúk og kröfðust þess að hann myndi láta þeim eftir skálann. Skálinn samanstendur af tveimur þriggja hæða mannvirkjum sem hvort um sig mynda höfuð Ugh og Boogar. Gestir geta gengið inn og upp um höfuðin en út úr þeim standa tvö stór nef. Vídjólistaverkum er síðan varpað á þessi mannvirki svo þau lifna við og verða að tröllaandlitum. Þau hreyfa sig, anda og tala um það á sín á milli hvaða ferðamenn í Feneyjum eru girnilegastir til að borða. Í grein Guardian eru tröllin kölluð Trump-tröll þar sem að andlitum þeirra Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Grein Guardian má lesa hér en ítarlega verður rætt við Egil í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun.
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist