Trump-tröllin í íslenska skálanum í Feneyjum vekja athygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 16:27 Egill með tröllunum Ugh og Boogar. mynd/kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum er nú þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir að listasýningin opni ekki formlega fyrr en á morgun. Síðustu daga hefur staðið yfir forsýning á tvíæringnum en Egill Sæbjörnsson er listamaðurinn sem ber ábyrgð á íslenska skálanum. Ítarlega er fjallað um Egil og verk hans á tvíæringnum í grein á The Guardian í dag. Þar segir að Egill hafi ákveðið að eftirláta tröllunum Ugh og Boogar að taka yfir íslenska skálann. Tröllin eru skáldlegar verur sem hafa verið hluti af lífi Egils í áratug og eru samkvæmt honum mjög ill í skapinu auk þess sem þau borða fólk. „Það er erfitt. Stundum kem ég til baka í stúdíóið og þá liggja brjóst af dauðu fólki úti um allt,“ segir Egill í samtali við The Guardian. Þegar tröllin heyrðu síðan af því að hann ætti að sjá um íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum urðu þau mjög öfundsjúk og kröfðust þess að hann myndi láta þeim eftir skálann. Skálinn samanstendur af tveimur þriggja hæða mannvirkjum sem hvort um sig mynda höfuð Ugh og Boogar. Gestir geta gengið inn og upp um höfuðin en út úr þeim standa tvö stór nef. Vídjólistaverkum er síðan varpað á þessi mannvirki svo þau lifna við og verða að tröllaandlitum. Þau hreyfa sig, anda og tala um það á sín á milli hvaða ferðamenn í Feneyjum eru girnilegastir til að borða. Í grein Guardian eru tröllin kölluð Trump-tröll þar sem að andlitum þeirra Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Grein Guardian má lesa hér en ítarlega verður rætt við Egil í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum er nú þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir að listasýningin opni ekki formlega fyrr en á morgun. Síðustu daga hefur staðið yfir forsýning á tvíæringnum en Egill Sæbjörnsson er listamaðurinn sem ber ábyrgð á íslenska skálanum. Ítarlega er fjallað um Egil og verk hans á tvíæringnum í grein á The Guardian í dag. Þar segir að Egill hafi ákveðið að eftirláta tröllunum Ugh og Boogar að taka yfir íslenska skálann. Tröllin eru skáldlegar verur sem hafa verið hluti af lífi Egils í áratug og eru samkvæmt honum mjög ill í skapinu auk þess sem þau borða fólk. „Það er erfitt. Stundum kem ég til baka í stúdíóið og þá liggja brjóst af dauðu fólki úti um allt,“ segir Egill í samtali við The Guardian. Þegar tröllin heyrðu síðan af því að hann ætti að sjá um íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum urðu þau mjög öfundsjúk og kröfðust þess að hann myndi láta þeim eftir skálann. Skálinn samanstendur af tveimur þriggja hæða mannvirkjum sem hvort um sig mynda höfuð Ugh og Boogar. Gestir geta gengið inn og upp um höfuðin en út úr þeim standa tvö stór nef. Vídjólistaverkum er síðan varpað á þessi mannvirki svo þau lifna við og verða að tröllaandlitum. Þau hreyfa sig, anda og tala um það á sín á milli hvaða ferðamenn í Feneyjum eru girnilegastir til að borða. Í grein Guardian eru tröllin kölluð Trump-tröll þar sem að andlitum þeirra Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Grein Guardian má lesa hér en ítarlega verður rætt við Egil í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“