„Ég elska lakkrís“ Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2017 16:08 Líf er lakkrísfíkill og hún ætlar ekki að láta varnaðararorð lakkríslæknisins stoppa sig. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts. Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts.
Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23