„Ég elska lakkrís“ Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2017 16:08 Líf er lakkrísfíkill og hún ætlar ekki að láta varnaðararorð lakkríslæknisins stoppa sig. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts. Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts.
Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23