„Ég elska lakkrís“ Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2017 16:08 Líf er lakkrísfíkill og hún ætlar ekki að láta varnaðararorð lakkríslæknisins stoppa sig. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts. Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts.
Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23