Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir umhverfisráðherra ekki vita hvað er að gerast á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 13:35 Gunnar Birgisson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Vísir Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira