Aðsókn í Frú Ragnheiði eykst stöðugt og kostnaðurinn líka Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2017 06:00 Kostnaðurinn við Frú Ragnheiði hefur aukist talsvert upp á síðkastið. Fólk í neyslu kann sífellt betur að meta verkefnið. Fréttablaðið/Anton Brink Eftirspurn eftir þjónustu Frú Ragnheiðar eykst stöðugt og er búist við að kostnaður við verkefnið í ár fari tvær til þrjár milljónir fram yfir áætlanir. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem þjónustar fólk í fíknivanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Það er búin að vera stöðug aukning síðustu tvö ár. Í fjölda einstaklinga sem koma til okkar og fjölda heimsókna á hverri vakt. Fólkið er að fá meiri þjónustu hjá okkur, bæði að sækja meiri búnað og fleiri nálabox að fara út,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Hún segir að fólk skili sífellt fleiri nálaboxum og aukinn kostnaður sé við kaup á heilbrigðisvörum.Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumvísir/ernir„Verkefnið hefur því kostað okkur miklu meira síðustu eitt til tvö ár en við bjuggumst við,“ segir Svala. Ráðgert var að í ár myndi verkefnið kosta 16 til 17 milljónir en Svala segir að núna sé búist við að kostnaðurinn fari upp í 20 milljónir. Á næsta ári er reiknað með því að verkefnið fari upp í 22 milljónir. Svala segir að þótt kostnaðurinn við verkefnið sé meiri en ráðgert var sé ekki ætlunin að hætta starfseminni. Aukin eftirspurn sé fagnaðarefni. „Skjólstæðingar okkar eru mjög ánægðir með þjónustuna. Þeir koma oftar til okkar. Það eru fleiri að koma til okkar. Þau eru að huga að ábyrgari neysluhegðun,“ segir Svala. Frú Ragnheiður er starfandi sex sinnum í viku og Svala segir að bíllinn fái um 300 heimsóknir á mánuði, en hún telur að þar á bak við séu um það bil 120 einstaklingar. Þá rekur Frú Ragnheiður líka nálaskiptaþjónustu í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur. Þar geta konur leitað í nálaskiptaþjónustu á opnunartíma. Rauði krossinn hefur fengið styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda úti starfsemi Frú Ragnheiðar síðustu tvö ár. Heilbrigðisráðuneytið hefur greitt sex milljónir fyrir árið 2017, lítill hluti kemur frá velviljuðum fyrirtækjum og Rauði krossinn fjármagnar afganginn. Núna er verið að sækja eftir stuðningi frá Reykjavíkurborg, því langflestir skjólstæðingarnir eru með lögheimili í Reykjavík. „Framtíðaróskin er sú að Reykjavíkurborg og ríkið fjármagni verkefnið,“ segir Svala. Hún telur að þetta geti orðið að veruleika. „Við upplifum mikla jákvæðni frá kerfinu, bæði Reykjavíkurborg og heilbrigðisráðuneytinu.“ Rauði krossinn getur tekið við fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum fyrir starfsemi Frú Ragnheiðar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Eftirspurn eftir þjónustu Frú Ragnheiðar eykst stöðugt og er búist við að kostnaður við verkefnið í ár fari tvær til þrjár milljónir fram yfir áætlanir. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem þjónustar fólk í fíknivanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Það er búin að vera stöðug aukning síðustu tvö ár. Í fjölda einstaklinga sem koma til okkar og fjölda heimsókna á hverri vakt. Fólkið er að fá meiri þjónustu hjá okkur, bæði að sækja meiri búnað og fleiri nálabox að fara út,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Hún segir að fólk skili sífellt fleiri nálaboxum og aukinn kostnaður sé við kaup á heilbrigðisvörum.Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumvísir/ernir„Verkefnið hefur því kostað okkur miklu meira síðustu eitt til tvö ár en við bjuggumst við,“ segir Svala. Ráðgert var að í ár myndi verkefnið kosta 16 til 17 milljónir en Svala segir að núna sé búist við að kostnaðurinn fari upp í 20 milljónir. Á næsta ári er reiknað með því að verkefnið fari upp í 22 milljónir. Svala segir að þótt kostnaðurinn við verkefnið sé meiri en ráðgert var sé ekki ætlunin að hætta starfseminni. Aukin eftirspurn sé fagnaðarefni. „Skjólstæðingar okkar eru mjög ánægðir með þjónustuna. Þeir koma oftar til okkar. Það eru fleiri að koma til okkar. Þau eru að huga að ábyrgari neysluhegðun,“ segir Svala. Frú Ragnheiður er starfandi sex sinnum í viku og Svala segir að bíllinn fái um 300 heimsóknir á mánuði, en hún telur að þar á bak við séu um það bil 120 einstaklingar. Þá rekur Frú Ragnheiður líka nálaskiptaþjónustu í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur. Þar geta konur leitað í nálaskiptaþjónustu á opnunartíma. Rauði krossinn hefur fengið styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda úti starfsemi Frú Ragnheiðar síðustu tvö ár. Heilbrigðisráðuneytið hefur greitt sex milljónir fyrir árið 2017, lítill hluti kemur frá velviljuðum fyrirtækjum og Rauði krossinn fjármagnar afganginn. Núna er verið að sækja eftir stuðningi frá Reykjavíkurborg, því langflestir skjólstæðingarnir eru með lögheimili í Reykjavík. „Framtíðaróskin er sú að Reykjavíkurborg og ríkið fjármagni verkefnið,“ segir Svala. Hún telur að þetta geti orðið að veruleika. „Við upplifum mikla jákvæðni frá kerfinu, bæði Reykjavíkurborg og heilbrigðisráðuneytinu.“ Rauði krossinn getur tekið við fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum fyrir starfsemi Frú Ragnheiðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira