Boða gjald á nagladekk Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Runólfur Ólafsson Framkvæmdastjóri FÍB Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefur verið falið að móta hugmyndir að fræðslu og hugsanlega sérstöku gjaldi sem lagt yrði á notkun nagladekkja. Ástæðan er sú að bílum á nagladekkjum hefur fjölgað mikið í Reykjavík nú í vetur miðað við fyrri ár. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi vonast til að áliti verði skilað innan tveggja mánaða. Reykjavíkurborg hefur þó ekki lagaheimild til að leggja gjald á nagladekk. Því þyrfti umhverfis- og skipulagssvið að senda innanríkisráðuneytinu tillögu að nýju lagaákvæði í umferðarlögum. Hlutfall ökutækja í Reykjavík á negldum dekkjum var 46,6 prósent en fyrir þremur árum var hlutfallið 31,9 prósent. Negldum hjólbörðum hefur því fjölgað verulega og ekki verið eins margir síðan veturinn 2006-2007. Í bókun umhverfis- og skipulagsráðs kemur fram að beinn kostnaður af sliti gatna vegna nagladekkjanotkunar sé talinn vera 150 til 300 milljónir króna árlega. Í könnun sem Gallup gerði fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar var spurt hver helsta ástæðan væri fyrir því að svarendur ákváðu að hafa nagladekk fremur en ónegld dekk undir bílnum í vetur. Þar kemur fram að 26,7 prósent segja akstur út á land eða yfir fjallveg vera ástæðuna. Þá nefna 22,6 prósent öryggið sem helstu ástæðuna. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að í seinni tíð séu naglar úr léttmálmum. Sé bundið slitlag lagt samkvæmt evrópskum stöðlum þá skemmist það ekki svo mikið af völdum nagladekkja undir hefðbundnum fólksbílum. Hins vegar geti stórir bílar; flutningabílar og langferðarbílar valdið skemmdum. Þá segir Runólfur mjög hæpið að skattleggja búnað sem eykur á öryggi í umferðinni. „Það er auðvitað mjög alvarlegt að setja öryggi borgaranna til hliðar á grundvelli óljóss árangurs sem menn telja sig geta náð með því að setja bann eða skatt á hluti sem auka öryggi borgaranna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefur verið falið að móta hugmyndir að fræðslu og hugsanlega sérstöku gjaldi sem lagt yrði á notkun nagladekkja. Ástæðan er sú að bílum á nagladekkjum hefur fjölgað mikið í Reykjavík nú í vetur miðað við fyrri ár. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi vonast til að áliti verði skilað innan tveggja mánaða. Reykjavíkurborg hefur þó ekki lagaheimild til að leggja gjald á nagladekk. Því þyrfti umhverfis- og skipulagssvið að senda innanríkisráðuneytinu tillögu að nýju lagaákvæði í umferðarlögum. Hlutfall ökutækja í Reykjavík á negldum dekkjum var 46,6 prósent en fyrir þremur árum var hlutfallið 31,9 prósent. Negldum hjólbörðum hefur því fjölgað verulega og ekki verið eins margir síðan veturinn 2006-2007. Í bókun umhverfis- og skipulagsráðs kemur fram að beinn kostnaður af sliti gatna vegna nagladekkjanotkunar sé talinn vera 150 til 300 milljónir króna árlega. Í könnun sem Gallup gerði fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar var spurt hver helsta ástæðan væri fyrir því að svarendur ákváðu að hafa nagladekk fremur en ónegld dekk undir bílnum í vetur. Þar kemur fram að 26,7 prósent segja akstur út á land eða yfir fjallveg vera ástæðuna. Þá nefna 22,6 prósent öryggið sem helstu ástæðuna. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að í seinni tíð séu naglar úr léttmálmum. Sé bundið slitlag lagt samkvæmt evrópskum stöðlum þá skemmist það ekki svo mikið af völdum nagladekkja undir hefðbundnum fólksbílum. Hins vegar geti stórir bílar; flutningabílar og langferðarbílar valdið skemmdum. Þá segir Runólfur mjög hæpið að skattleggja búnað sem eykur á öryggi í umferðinni. „Það er auðvitað mjög alvarlegt að setja öryggi borgaranna til hliðar á grundvelli óljóss árangurs sem menn telja sig geta náð með því að setja bann eða skatt á hluti sem auka öryggi borgaranna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira