Gagnrýni á hæstaréttardómara verði að vera málefnaleg Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 20:33 Eiríkur Tómasson lét af störfum sem dómari við Hæstarétt í september. Vísir/Róbert Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það sjálfsagt að úrlausnir dómara séu gagnrýndar. Það verði þó að gera þá kröfu um að sú gagnrýni sé málefnaleg, meðal annars í ljósi þess að ekki sé við hæfi að dómarar tjái sig opinberlega um einstök mál sem þeir hafa dæmt. Þetta kemur fram í viðtali við Eirík á vef Hæstaréttar, en Eiríkur lét af störfum í september síðastliðnum. „Dómendur í lýðræðisríki fara með einn af þremur valdþáttum ríkisvaldsins, dómsvaldið, og því er sjálfsagt að úrlausnir þeirra séu gagnrýndar, enda hljóta þær eðli máls samkvæmt oft að vera umdeildar,“ segir Eiríkur. „Þá kröfu verður hins vegar að gera, sér í lagi þegar í hlut eiga lögfræðingar, að gagnrýnin sé málefnaleg, þ. á m. í ljósi þess að ekki er við hæfi að dómarar tjái sig opinberlega um einstök mál sem þeir hafa dæmt.“ Eiríkur segir að umfjöllun um dómsmál hafi hér á landi verið of tilviljunarkennd auk þess sem hún hafi oft verið einhliða. Til að mynda þegar aðilar sem tapað hafa málum, lögmenn þeirra eða sérlegir talsmenn hafa farið mikinn í fjölmiðlum. „Ástæðan fyrir þessu er sumpart sú að óháðir sérfræðingar á afmörkuðum sviðum íslensks réttar eru fáir og svo virðist sem sumir þeirra veigri sér við að taka þátt í hinni opinberu umræðu um dómsmál, sem oft minnir meira á kappræðu en rökræðu. Á þessu þyrfti að verða breyting þar sem vönduð umfjöllun um dóma, er birtist sem betur fer af og til í fjölmiðum, er æskileg og veitir dómstólunum nauðsynlegt aðhald með sama hætti og fræðirit og greinar sem birtar eru á hinum fræðilega vettvangi,“ segir Eiríkur.Eiríkur sést hér lengst til hægri ásamt kollegum sínum við þingsetningu á síðasta ári.Vísir/ErnirNokkuð hefur verið rætt um gagnrýni á hæstaréttardómara að undanförnu í kjölfar útgáfu bókarinnar Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur til að mynda höfðað mál á hendur Jóni Steinari vegna ummæla sem birtust í bókinni. Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því. Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það sjálfsagt að úrlausnir dómara séu gagnrýndar. Það verði þó að gera þá kröfu um að sú gagnrýni sé málefnaleg, meðal annars í ljósi þess að ekki sé við hæfi að dómarar tjái sig opinberlega um einstök mál sem þeir hafa dæmt. Þetta kemur fram í viðtali við Eirík á vef Hæstaréttar, en Eiríkur lét af störfum í september síðastliðnum. „Dómendur í lýðræðisríki fara með einn af þremur valdþáttum ríkisvaldsins, dómsvaldið, og því er sjálfsagt að úrlausnir þeirra séu gagnrýndar, enda hljóta þær eðli máls samkvæmt oft að vera umdeildar,“ segir Eiríkur. „Þá kröfu verður hins vegar að gera, sér í lagi þegar í hlut eiga lögfræðingar, að gagnrýnin sé málefnaleg, þ. á m. í ljósi þess að ekki er við hæfi að dómarar tjái sig opinberlega um einstök mál sem þeir hafa dæmt.“ Eiríkur segir að umfjöllun um dómsmál hafi hér á landi verið of tilviljunarkennd auk þess sem hún hafi oft verið einhliða. Til að mynda þegar aðilar sem tapað hafa málum, lögmenn þeirra eða sérlegir talsmenn hafa farið mikinn í fjölmiðlum. „Ástæðan fyrir þessu er sumpart sú að óháðir sérfræðingar á afmörkuðum sviðum íslensks réttar eru fáir og svo virðist sem sumir þeirra veigri sér við að taka þátt í hinni opinberu umræðu um dómsmál, sem oft minnir meira á kappræðu en rökræðu. Á þessu þyrfti að verða breyting þar sem vönduð umfjöllun um dóma, er birtist sem betur fer af og til í fjölmiðum, er æskileg og veitir dómstólunum nauðsynlegt aðhald með sama hætti og fræðirit og greinar sem birtar eru á hinum fræðilega vettvangi,“ segir Eiríkur.Eiríkur sést hér lengst til hægri ásamt kollegum sínum við þingsetningu á síðasta ári.Vísir/ErnirNokkuð hefur verið rætt um gagnrýni á hæstaréttardómara að undanförnu í kjölfar útgáfu bókarinnar Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur til að mynda höfðað mál á hendur Jóni Steinari vegna ummæla sem birtust í bókinni. Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því.
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30