Saga Reykjavíkurhafnar samofin sögu þjóðarinnar í heila öld Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira