Star Wars: The Last Jedi er í fleirtölu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 14:00 Rey og Luke Skywalker. Erlendar þýðingar á nafni næstu Star Wars myndarinnar hafa sýnt fram á að titill myndarinnar, The Last Jedi, er í fleirtölu. Verið sé að vísa til síðustu Jedi-riddaranna en ekki síðasta Jedi-riddarans. Það er búið að reyna að lesa mikið í titil myndarinnar frá því að hann var opinberaður í janúar, en hverjir eru síðustu riddararnir? Síðustu riddararnir eru líklegast Luke Skywalker og Rey. Í rauninni er Luke eini sanni Jedi-riddarinn sem er eftir, en þar sem þau tvö og Chewbacca eru ein á fjarlægri og lítt þekktri plánetu, Ahch-To, þykir ólíklegt að Luke muni þjálfa marga fleiri en Rey. Mögulega gæti Kylo Ren einnig séð ljósið aftur og snúið frá myrku hliðinni. Hann var í ákveðnu basli með myrkrið í Force Awakens en ákvörðun hans að drepa pabba sinn hefur líklega fært hann að fullu yfir á myrku hliðina. Í enda Force Awakens var hann særður og á leið til Snoke sem ætlaði að ljúka þjálfun hans og hjálpar það ekki til. Mögulegt er að fleiri persónur séu svokallaðir „force-sensitive“ og finna þar með og geta jafnvel beitt Mættinum. Þeir sem þykja sérstaklega líklegir eru Finn og jafnvel flugmaðurinn Poe Dameron. Mögulega gætu þeir orðið Jedi-riddarar, en þá þyrftu þeir að ferðast til Ahch-To og hljóta þjálfun þar, eða Luke og Rey gætu farið og gengið til liðs við byltinguna eftir að þjálfun Rey lýkur. Þá kom fram í Force Awakens að Luke reyndi að endurreisa Jedi-regluna og þjálfa nýja riddara. Snoke og Kylo-Ren komu þó í veg fyrir það og nemendur Luke voru myrtir af Kylo-Ren og fylgisveinum hans. The Last Jedi gæti vísað í þá sögu og mögulega fáum við að sjá meira af henni. Með tilliti til þessa vangaveltna verður undirritaður þó að viðurkenna að það er mjög pirrandi að vera að skrifa þetta og hugsa til þess að svörin munu ekki fást fyrr en um miðjan desember.Gli Ultimi Jedi, dicembre 2017 al cinema. pic.twitter.com/t0AuvTrmSK— Star Wars Italia (@StarWarsIT) February 17, 2017 Star Wars Tengdar fréttir Búið að nefna næstu Star Wars mynd Myndin mun heita Star Wars: The Last Jedi. 23. janúar 2017 16:04 Lesið í titil næstu Star Wars-myndar: Hver er síðasti Jedi-riddarinn? Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem gerður var opinber í gær. 24. janúar 2017 14:13 Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Erlendar þýðingar á nafni næstu Star Wars myndarinnar hafa sýnt fram á að titill myndarinnar, The Last Jedi, er í fleirtölu. Verið sé að vísa til síðustu Jedi-riddaranna en ekki síðasta Jedi-riddarans. Það er búið að reyna að lesa mikið í titil myndarinnar frá því að hann var opinberaður í janúar, en hverjir eru síðustu riddararnir? Síðustu riddararnir eru líklegast Luke Skywalker og Rey. Í rauninni er Luke eini sanni Jedi-riddarinn sem er eftir, en þar sem þau tvö og Chewbacca eru ein á fjarlægri og lítt þekktri plánetu, Ahch-To, þykir ólíklegt að Luke muni þjálfa marga fleiri en Rey. Mögulega gæti Kylo Ren einnig séð ljósið aftur og snúið frá myrku hliðinni. Hann var í ákveðnu basli með myrkrið í Force Awakens en ákvörðun hans að drepa pabba sinn hefur líklega fært hann að fullu yfir á myrku hliðina. Í enda Force Awakens var hann særður og á leið til Snoke sem ætlaði að ljúka þjálfun hans og hjálpar það ekki til. Mögulegt er að fleiri persónur séu svokallaðir „force-sensitive“ og finna þar með og geta jafnvel beitt Mættinum. Þeir sem þykja sérstaklega líklegir eru Finn og jafnvel flugmaðurinn Poe Dameron. Mögulega gætu þeir orðið Jedi-riddarar, en þá þyrftu þeir að ferðast til Ahch-To og hljóta þjálfun þar, eða Luke og Rey gætu farið og gengið til liðs við byltinguna eftir að þjálfun Rey lýkur. Þá kom fram í Force Awakens að Luke reyndi að endurreisa Jedi-regluna og þjálfa nýja riddara. Snoke og Kylo-Ren komu þó í veg fyrir það og nemendur Luke voru myrtir af Kylo-Ren og fylgisveinum hans. The Last Jedi gæti vísað í þá sögu og mögulega fáum við að sjá meira af henni. Með tilliti til þessa vangaveltna verður undirritaður þó að viðurkenna að það er mjög pirrandi að vera að skrifa þetta og hugsa til þess að svörin munu ekki fást fyrr en um miðjan desember.Gli Ultimi Jedi, dicembre 2017 al cinema. pic.twitter.com/t0AuvTrmSK— Star Wars Italia (@StarWarsIT) February 17, 2017
Star Wars Tengdar fréttir Búið að nefna næstu Star Wars mynd Myndin mun heita Star Wars: The Last Jedi. 23. janúar 2017 16:04 Lesið í titil næstu Star Wars-myndar: Hver er síðasti Jedi-riddarinn? Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem gerður var opinber í gær. 24. janúar 2017 14:13 Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Lesið í titil næstu Star Wars-myndar: Hver er síðasti Jedi-riddarinn? Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem gerður var opinber í gær. 24. janúar 2017 14:13
Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26