Innlent

Róbert Steindór er fundinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Síðast er vitað af Róberti Steinþóri á gulu og svörtu fjórhjóli á Akureyri.
Síðast er vitað af Róberti Steinþóri á gulu og svörtu fjórhjóli á Akureyri. vísir/eyþór
Uppfært klukkan 20:03:

Róbert Steindór Steindórsson er fundinn. Honum var ekið af vegfaranda á Sjúkrahúsið á Akureyri upp úr klukkan 18:00 í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Róberti Steindóri Steindórssyni. Róbert er 21 árs, þéttvaxinn og dökkklæddur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglu sem send var til fjölmiðla á áttunda tímanum í kvöld.  

Síðast er vitað af Róberti Steindóri á gulu og svörtu fjórhjóli á Akureyri.

Þeir sem kunna að hafa orðið hans varir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 444 2813.

Uppfært klukkan 20:00:

Í fyrstu tilkynningu frá lögreglu í kvöld var Róbert sagður heita fullu nafni Róbert Steinþór Steinþórsson. Hann heitir hins vegar Róbert Steindór Steindórsson. Þetta hefur verið leiðrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×