Telur rétt að athuga aðbúnað fullorðinna Snærós Sindradóttir skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Vistheimilanefndin. Rannveig Traustadóttir er hægra megin við miðju. vísir/anton brink Rannsókn vistheimilanefndar á Kópavogshæli tók aðeins til meðferðar á börnum sem vistuð voru á hælinu en ekki til fullorðinna. Vistheimilanefndin fór engu að síður í gegnum allar sjúkraskýrslur sem lágu fyrir um vistmenn til að vinsa út hverjir voru vistaðir frá barnsaldri. Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður, segir fulla ástæðu til að rannsaka einnig þá meðferð sem fullorðnir þurftu að þola á hælinu. „Við í nefndinni töldum að það hefði verið meira um ofbeldi og oft verri aðbúnaður gagnvart fullorðnu fólki en varðandi börnin. Okkur grunar að það hafi verið meira um kynferðislegt ofbeldi gagnvart fullorðnu fólki.“ Fyrrverandi starfsmaður Kópavogshælis sem Fréttablaðið ræddi við greindi frá ungri konu sem kom fyrst á Kópavogshælið eftir að hún varð sjálfráða. Faðir konunnar tók hana reglulega af heimilinu í helgarleyfi og stúlkan kom iðulega til baka örmagna og í ástandi sem vakti grunsemdir um kynferðislega misnotkun. Allt starfsfólkið var meðvitað um þessar grunsemdir en ekki var haft samband við lögreglu eða yfirvöld. Faðirinn fékk áfram að hitta dóttur sína. Annar starfsmaður, kona, sem Fréttablaðið ræddi við starfaði á hælinu í kringum 1990. Hún sagði að þegar hún hóf störf þar hefði verið búið að segja mörgum upp sem ekki þóttu starfi sínu vaxnir. Í hinum nýja starfsmannahópi gengu sögur af svokölluðu „fávitakasti“ þar sem vistmönnum var kastað til og frá líkt og í dvergakasti. Þá hafi stór hluti starfseminnar farið í að vinda ofan af áralangri vanrækslu vistmanna, meðal annars með því að gera að þrálátum legusárum fólks. Þá hafi kona, sem var heyrnarskert, fengið heyrnartæki í fyrsta sinn sem leiddi í ljós að hægt var að kenna henni að tala. Áður fyrr hafði verið talið að konan væri mállaus.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Börnin voru alltaf hrædd Starfsfólk Kópavogshælis var beðið um að veita foreldrum barna sem þar dvöldu ekki of miklar upplýsingar til að valda þeim ekki óróa. Heimsóknartími var einu sinni í viku í tvo tíma í senn. 9. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Rannsókn vistheimilanefndar á Kópavogshæli tók aðeins til meðferðar á börnum sem vistuð voru á hælinu en ekki til fullorðinna. Vistheimilanefndin fór engu að síður í gegnum allar sjúkraskýrslur sem lágu fyrir um vistmenn til að vinsa út hverjir voru vistaðir frá barnsaldri. Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður, segir fulla ástæðu til að rannsaka einnig þá meðferð sem fullorðnir þurftu að þola á hælinu. „Við í nefndinni töldum að það hefði verið meira um ofbeldi og oft verri aðbúnaður gagnvart fullorðnu fólki en varðandi börnin. Okkur grunar að það hafi verið meira um kynferðislegt ofbeldi gagnvart fullorðnu fólki.“ Fyrrverandi starfsmaður Kópavogshælis sem Fréttablaðið ræddi við greindi frá ungri konu sem kom fyrst á Kópavogshælið eftir að hún varð sjálfráða. Faðir konunnar tók hana reglulega af heimilinu í helgarleyfi og stúlkan kom iðulega til baka örmagna og í ástandi sem vakti grunsemdir um kynferðislega misnotkun. Allt starfsfólkið var meðvitað um þessar grunsemdir en ekki var haft samband við lögreglu eða yfirvöld. Faðirinn fékk áfram að hitta dóttur sína. Annar starfsmaður, kona, sem Fréttablaðið ræddi við starfaði á hælinu í kringum 1990. Hún sagði að þegar hún hóf störf þar hefði verið búið að segja mörgum upp sem ekki þóttu starfi sínu vaxnir. Í hinum nýja starfsmannahópi gengu sögur af svokölluðu „fávitakasti“ þar sem vistmönnum var kastað til og frá líkt og í dvergakasti. Þá hafi stór hluti starfseminnar farið í að vinda ofan af áralangri vanrækslu vistmanna, meðal annars með því að gera að þrálátum legusárum fólks. Þá hafi kona, sem var heyrnarskert, fengið heyrnartæki í fyrsta sinn sem leiddi í ljós að hægt var að kenna henni að tala. Áður fyrr hafði verið talið að konan væri mállaus.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Börnin voru alltaf hrædd Starfsfólk Kópavogshælis var beðið um að veita foreldrum barna sem þar dvöldu ekki of miklar upplýsingar til að valda þeim ekki óróa. Heimsóknartími var einu sinni í viku í tvo tíma í senn. 9. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00
Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40
Börnin voru alltaf hrædd Starfsfólk Kópavogshælis var beðið um að veita foreldrum barna sem þar dvöldu ekki of miklar upplýsingar til að valda þeim ekki óróa. Heimsóknartími var einu sinni í viku í tvo tíma í senn. 9. febrúar 2017 05:00