Telur rétt að athuga aðbúnað fullorðinna Snærós Sindradóttir skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Vistheimilanefndin. Rannveig Traustadóttir er hægra megin við miðju. vísir/anton brink Rannsókn vistheimilanefndar á Kópavogshæli tók aðeins til meðferðar á börnum sem vistuð voru á hælinu en ekki til fullorðinna. Vistheimilanefndin fór engu að síður í gegnum allar sjúkraskýrslur sem lágu fyrir um vistmenn til að vinsa út hverjir voru vistaðir frá barnsaldri. Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður, segir fulla ástæðu til að rannsaka einnig þá meðferð sem fullorðnir þurftu að þola á hælinu. „Við í nefndinni töldum að það hefði verið meira um ofbeldi og oft verri aðbúnaður gagnvart fullorðnu fólki en varðandi börnin. Okkur grunar að það hafi verið meira um kynferðislegt ofbeldi gagnvart fullorðnu fólki.“ Fyrrverandi starfsmaður Kópavogshælis sem Fréttablaðið ræddi við greindi frá ungri konu sem kom fyrst á Kópavogshælið eftir að hún varð sjálfráða. Faðir konunnar tók hana reglulega af heimilinu í helgarleyfi og stúlkan kom iðulega til baka örmagna og í ástandi sem vakti grunsemdir um kynferðislega misnotkun. Allt starfsfólkið var meðvitað um þessar grunsemdir en ekki var haft samband við lögreglu eða yfirvöld. Faðirinn fékk áfram að hitta dóttur sína. Annar starfsmaður, kona, sem Fréttablaðið ræddi við starfaði á hælinu í kringum 1990. Hún sagði að þegar hún hóf störf þar hefði verið búið að segja mörgum upp sem ekki þóttu starfi sínu vaxnir. Í hinum nýja starfsmannahópi gengu sögur af svokölluðu „fávitakasti“ þar sem vistmönnum var kastað til og frá líkt og í dvergakasti. Þá hafi stór hluti starfseminnar farið í að vinda ofan af áralangri vanrækslu vistmanna, meðal annars með því að gera að þrálátum legusárum fólks. Þá hafi kona, sem var heyrnarskert, fengið heyrnartæki í fyrsta sinn sem leiddi í ljós að hægt var að kenna henni að tala. Áður fyrr hafði verið talið að konan væri mállaus.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Börnin voru alltaf hrædd Starfsfólk Kópavogshælis var beðið um að veita foreldrum barna sem þar dvöldu ekki of miklar upplýsingar til að valda þeim ekki óróa. Heimsóknartími var einu sinni í viku í tvo tíma í senn. 9. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Rannsókn vistheimilanefndar á Kópavogshæli tók aðeins til meðferðar á börnum sem vistuð voru á hælinu en ekki til fullorðinna. Vistheimilanefndin fór engu að síður í gegnum allar sjúkraskýrslur sem lágu fyrir um vistmenn til að vinsa út hverjir voru vistaðir frá barnsaldri. Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður, segir fulla ástæðu til að rannsaka einnig þá meðferð sem fullorðnir þurftu að þola á hælinu. „Við í nefndinni töldum að það hefði verið meira um ofbeldi og oft verri aðbúnaður gagnvart fullorðnu fólki en varðandi börnin. Okkur grunar að það hafi verið meira um kynferðislegt ofbeldi gagnvart fullorðnu fólki.“ Fyrrverandi starfsmaður Kópavogshælis sem Fréttablaðið ræddi við greindi frá ungri konu sem kom fyrst á Kópavogshælið eftir að hún varð sjálfráða. Faðir konunnar tók hana reglulega af heimilinu í helgarleyfi og stúlkan kom iðulega til baka örmagna og í ástandi sem vakti grunsemdir um kynferðislega misnotkun. Allt starfsfólkið var meðvitað um þessar grunsemdir en ekki var haft samband við lögreglu eða yfirvöld. Faðirinn fékk áfram að hitta dóttur sína. Annar starfsmaður, kona, sem Fréttablaðið ræddi við starfaði á hælinu í kringum 1990. Hún sagði að þegar hún hóf störf þar hefði verið búið að segja mörgum upp sem ekki þóttu starfi sínu vaxnir. Í hinum nýja starfsmannahópi gengu sögur af svokölluðu „fávitakasti“ þar sem vistmönnum var kastað til og frá líkt og í dvergakasti. Þá hafi stór hluti starfseminnar farið í að vinda ofan af áralangri vanrækslu vistmanna, meðal annars með því að gera að þrálátum legusárum fólks. Þá hafi kona, sem var heyrnarskert, fengið heyrnartæki í fyrsta sinn sem leiddi í ljós að hægt var að kenna henni að tala. Áður fyrr hafði verið talið að konan væri mállaus.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Börnin voru alltaf hrædd Starfsfólk Kópavogshælis var beðið um að veita foreldrum barna sem þar dvöldu ekki of miklar upplýsingar til að valda þeim ekki óróa. Heimsóknartími var einu sinni í viku í tvo tíma í senn. 9. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00
Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40
Börnin voru alltaf hrædd Starfsfólk Kópavogshælis var beðið um að veita foreldrum barna sem þar dvöldu ekki of miklar upplýsingar til að valda þeim ekki óróa. Heimsóknartími var einu sinni í viku í tvo tíma í senn. 9. febrúar 2017 05:00