Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 09:52 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, við upphaf fundarins í morgun. vísir/vilhelm Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun þegar forystufólk og fulltrúar flokkanna komu saman til fundar á skrifstofum Framsóknar í húsakynnum Alþingis. Það varð ljóst í gær að flokkarnir þrír myndu fara í formlegar viðræður en á föstudag og laugardag voru þeir í óformlegum viðræðum. Þingflokkarnir samþykktu það allir í gær að hefja formlegar viðræður en mest andstaða er við það innan þingflokks Vinstri grænna þar sem tveir þingmenn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þá er jafnframt þó nokkur andstaða við það í grasrót VG að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Enginn fer með formlegt stjórnarmyndunarumboð en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að lagt væri upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, yrði forsætisráðherra ef af ríkisstjórn flokkanna þriggja verður. Það má því gera ráð fyrir því að hún leiði viðræður flokkanna. Í tilkynningu frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær kom fram að hann byggist við því að það lægi fyrir í lok vikunnar hvort flokkunum þremur tekst að ná saman um myndun ríkisstjórnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun þegar forystufólk og fulltrúar flokkanna komu saman til fundar á skrifstofum Framsóknar í húsakynnum Alþingis. Það varð ljóst í gær að flokkarnir þrír myndu fara í formlegar viðræður en á föstudag og laugardag voru þeir í óformlegum viðræðum. Þingflokkarnir samþykktu það allir í gær að hefja formlegar viðræður en mest andstaða er við það innan þingflokks Vinstri grænna þar sem tveir þingmenn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þá er jafnframt þó nokkur andstaða við það í grasrót VG að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Enginn fer með formlegt stjórnarmyndunarumboð en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að lagt væri upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, yrði forsætisráðherra ef af ríkisstjórn flokkanna þriggja verður. Það má því gera ráð fyrir því að hún leiði viðræður flokkanna. Í tilkynningu frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær kom fram að hann byggist við því að það lægi fyrir í lok vikunnar hvort flokkunum þremur tekst að ná saman um myndun ríkisstjórnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00