Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 18:45 Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. Samtök verslunar og þjónustu sendu fyrst kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, árið 2011 þar sem þau töldu að lög og reglur varðandi innflutning á meðal annars fersku kjöti og eggjum væru ekki í samræmi við ákvæði EES samningsins um frjálsa vöruflutninga milli landa. EFTA dómstólinn tekur undir þetta í sinni niðurstöðu í morgun og telur að íslensk lög og reglur feli í sér viðbótartakmarkanir sem samræmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum dómi með laga og reglugerðarbreytingum. Þorgerður K. Gunnarsdóttir starfandi landbúnaðarráðherra tekur undir þetta. „Íslensk stjórnvöld hafa brotið gegn EES samningnum og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda,“ segir Þorgerður. Hún segir að innflutningur á fersku kjöti stuðli að aukinni samkeppni og lækkuðu vöruverði til neytenda. „En eftir stendur að íslensk stjórnvöld hafa á umliðnum árum brotið gegn EES-samningnum og það er vont. Við verðum að fara að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Bændasamtökin harma hins vegar þessa niðurstöðu í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Þau telja að þessi innflutningur getið aukið líkur á búfjársjúkdómum og valdið miklu tjóni. Þorgerður segir að það geti skaðað útflutning á íslenskum matvælum ef stjórnvöld hér á landi uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar. „Það liggja fyrir skýrslur sem sýna fram á að helsta [sjúkdóma]hættan er ekki í gegnum innflutning á fersku kjöti. Að sjálfsögðu munum við viðhalda miklu og sterku eftirliti og fylgjast með því að það sé allt skoðað í útlöndum líka. En hættan fyrir íslenskan landbúnað er fyrst og fremst í gegnum ferðamenn og í gegnum innflutning á grænmeti,“ segir Þorgerður. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. Samtök verslunar og þjónustu sendu fyrst kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, árið 2011 þar sem þau töldu að lög og reglur varðandi innflutning á meðal annars fersku kjöti og eggjum væru ekki í samræmi við ákvæði EES samningsins um frjálsa vöruflutninga milli landa. EFTA dómstólinn tekur undir þetta í sinni niðurstöðu í morgun og telur að íslensk lög og reglur feli í sér viðbótartakmarkanir sem samræmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum dómi með laga og reglugerðarbreytingum. Þorgerður K. Gunnarsdóttir starfandi landbúnaðarráðherra tekur undir þetta. „Íslensk stjórnvöld hafa brotið gegn EES samningnum og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda,“ segir Þorgerður. Hún segir að innflutningur á fersku kjöti stuðli að aukinni samkeppni og lækkuðu vöruverði til neytenda. „En eftir stendur að íslensk stjórnvöld hafa á umliðnum árum brotið gegn EES-samningnum og það er vont. Við verðum að fara að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Bændasamtökin harma hins vegar þessa niðurstöðu í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Þau telja að þessi innflutningur getið aukið líkur á búfjársjúkdómum og valdið miklu tjóni. Þorgerður segir að það geti skaðað útflutning á íslenskum matvælum ef stjórnvöld hér á landi uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar. „Það liggja fyrir skýrslur sem sýna fram á að helsta [sjúkdóma]hættan er ekki í gegnum innflutning á fersku kjöti. Að sjálfsögðu munum við viðhalda miklu og sterku eftirliti og fylgjast með því að það sé allt skoðað í útlöndum líka. En hættan fyrir íslenskan landbúnað er fyrst og fremst í gegnum ferðamenn og í gegnum innflutning á grænmeti,“ segir Þorgerður.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira