Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 13:24 Hari Kondabolu hefur oft fjallað um búðareigandann Apu í uppistandi sínu. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Bandaríski grínistinn Hari Kondabolu gerir tilraun til að kortleggja vandamálið við persónuna Apu, búðareigandann í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, segist hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Síðar var ákveðið að gera sérstaka þætti um fjölskylduna og hafa nú verið framleiddar heilar 29 þáttaraðir. Kondabolu segir persónuna Apu þó ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og virðast allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurásíska innflytendur birtast í persónunni. Kondabolu hefur oft rætt um Apu í uppistandi sínu og ákvað hann að gera heimildarmyndina eftir að eitt atriðið úr sýningu hans varð sérstaklega vinsælt í netheimum.„Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ segir Kondabolu í samtali við NBC, og bætir við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann segir það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Hank Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Í myndinni fjallar Kondabalu meðal annars um sögu indverskra innflytjenda í Bandaríkjunum, indverska vísnasöngvara, og hvernig hreimur Apu varð til. Sömuleiðis ræðir hann við grínista og leikara af indverskum ættum og hvernig þeim hefur verið boðið að fara með hlutverk í Hollywood sem byggja á staðalímyndum. Kondabalu ræðir í mynd sinni meðal annars við leikara á borð við Aziz Ansari, Kal Penn, Aparna Nancherla, Hasan Minhaj,Russell Peters, Sakina Jaffrey, Aasif Mandvi og Danny Pudi „Ég hata Apu,“ er haft eftir Kal Penn í myndinni.Sjá má stiklu úr myndinni að neðan.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira