„Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 21:30 Suzanne Somers. Mynd / Getty Images Leikkonan Suzanne Somers sló í gegn í þáttunum Three’s Company á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Hún var að gefa út bókina Two’s Company: A Fifty-Year Romance with Lessons Learned in Love, Life & Business, en í viðtali við tímaritið People lýsir hún hræðilegri reynslu sem hún lenti í í Mexíkó á áttunda áratugnum. „Ég lá við sundlaugina og allt í einu var óhugnalegur náungi þar,“ segir Suzanne og bætir við að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hann bauð henni gras, sem hún neitaði, og reyndi síðan að kyssa hana. Nýja bókin hennar Suzanne. „Hann datt á mig og ég hljóp inn í hús. Ég var ein með þessu óhugnalega gaur og ég hugsaði: Það er öllum hér sama um mig. Hvað gerist ef ég hleyp niður að sjó? Ég faldi mig í húsinu og heyrði hann segja: Suzanne. Þetta var eins og í hryllingsmynd: Suzanne,“ segir Suzanne. Hún reyndi að gera sig eins litla og hún mögulega gat, enda hræddist hún um líf sitt. „Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin. Ég var algjörlega valdalaus.“Morguninn breyttist í martröð Suzanne var í Mexíkó til að sitja fyrir á myndum og sem betur fer komu þrír menn sem unnu við myndatökuna og björguðu henni. Hún fór með þeim að fá sér eitthvað í gogginn og sneri síðan aftur á hótelherbergi sitt til að vera í friði. Þegar hún vaknaði, gerðist nokkuð enn þá verra. „Þegar ég vaknaði um morguninn var ljósmyndari að taka myndir af mér,“ segir Suzanne og heldur áfram. „Hann segir við mig: Ó, þú ert svo fögur. Þú ert svo falleg. Ég tek myndir fyrir Playboy og þú ert með föngulegan líkama. Ef þú situr fyrir í Playboy færðu 15.000 dollara. Leyfðu mér bara að taka nokkrar myndir.“ Suzanne hafði tekið að sér upprunalegu myndatökuna í Mexíkó til að greiða skuldir. Hún var á barmi gjaldþrots á þessum tíma og samþykkti því að láta mynda sig fyrir Playboy.Kærði Playboy Seinna meir fékk hún að vita að hún hefði verið valin leikfélagi (e. Playmate). Hún hafnaði því boði. Myndirnar voru hins vegar birtar nokkrum árum síðar þegar hún sló í gegn í sjónvarpsþættinum Three’s Company. Þá lenti hún í vandræðum með auglýsingasamninga og framleiðendur þáttanna en bjargaði ferlinum með því að deila sögu sinni með blaðamanni Associated Press, Vernon Scott. Eftir að sagan birtist opinberlega, fann Suzanne fyrir miklum stuðningi og kærði tímaritið Playboy fyrir myndabirtinguna. Fregnir herma að hún hafi fengið 50.000 dollara í skaðabætur, sem hún gaf í góðgerðarmál. Joyce DeWitt, John Ritter og Suzanne Somers í hlutverkum sínum í Three's Company. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Leikkonan Suzanne Somers sló í gegn í þáttunum Three’s Company á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Hún var að gefa út bókina Two’s Company: A Fifty-Year Romance with Lessons Learned in Love, Life & Business, en í viðtali við tímaritið People lýsir hún hræðilegri reynslu sem hún lenti í í Mexíkó á áttunda áratugnum. „Ég lá við sundlaugina og allt í einu var óhugnalegur náungi þar,“ segir Suzanne og bætir við að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hann bauð henni gras, sem hún neitaði, og reyndi síðan að kyssa hana. Nýja bókin hennar Suzanne. „Hann datt á mig og ég hljóp inn í hús. Ég var ein með þessu óhugnalega gaur og ég hugsaði: Það er öllum hér sama um mig. Hvað gerist ef ég hleyp niður að sjó? Ég faldi mig í húsinu og heyrði hann segja: Suzanne. Þetta var eins og í hryllingsmynd: Suzanne,“ segir Suzanne. Hún reyndi að gera sig eins litla og hún mögulega gat, enda hræddist hún um líf sitt. „Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin. Ég var algjörlega valdalaus.“Morguninn breyttist í martröð Suzanne var í Mexíkó til að sitja fyrir á myndum og sem betur fer komu þrír menn sem unnu við myndatökuna og björguðu henni. Hún fór með þeim að fá sér eitthvað í gogginn og sneri síðan aftur á hótelherbergi sitt til að vera í friði. Þegar hún vaknaði, gerðist nokkuð enn þá verra. „Þegar ég vaknaði um morguninn var ljósmyndari að taka myndir af mér,“ segir Suzanne og heldur áfram. „Hann segir við mig: Ó, þú ert svo fögur. Þú ert svo falleg. Ég tek myndir fyrir Playboy og þú ert með föngulegan líkama. Ef þú situr fyrir í Playboy færðu 15.000 dollara. Leyfðu mér bara að taka nokkrar myndir.“ Suzanne hafði tekið að sér upprunalegu myndatökuna í Mexíkó til að greiða skuldir. Hún var á barmi gjaldþrots á þessum tíma og samþykkti því að láta mynda sig fyrir Playboy.Kærði Playboy Seinna meir fékk hún að vita að hún hefði verið valin leikfélagi (e. Playmate). Hún hafnaði því boði. Myndirnar voru hins vegar birtar nokkrum árum síðar þegar hún sló í gegn í sjónvarpsþættinum Three’s Company. Þá lenti hún í vandræðum með auglýsingasamninga og framleiðendur þáttanna en bjargaði ferlinum með því að deila sögu sinni með blaðamanni Associated Press, Vernon Scott. Eftir að sagan birtist opinberlega, fann Suzanne fyrir miklum stuðningi og kærði tímaritið Playboy fyrir myndabirtinguna. Fregnir herma að hún hafi fengið 50.000 dollara í skaðabætur, sem hún gaf í góðgerðarmál. Joyce DeWitt, John Ritter og Suzanne Somers í hlutverkum sínum í Three's Company.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira