„Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 21:30 Suzanne Somers. Mynd / Getty Images Leikkonan Suzanne Somers sló í gegn í þáttunum Three’s Company á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Hún var að gefa út bókina Two’s Company: A Fifty-Year Romance with Lessons Learned in Love, Life & Business, en í viðtali við tímaritið People lýsir hún hræðilegri reynslu sem hún lenti í í Mexíkó á áttunda áratugnum. „Ég lá við sundlaugina og allt í einu var óhugnalegur náungi þar,“ segir Suzanne og bætir við að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hann bauð henni gras, sem hún neitaði, og reyndi síðan að kyssa hana. Nýja bókin hennar Suzanne. „Hann datt á mig og ég hljóp inn í hús. Ég var ein með þessu óhugnalega gaur og ég hugsaði: Það er öllum hér sama um mig. Hvað gerist ef ég hleyp niður að sjó? Ég faldi mig í húsinu og heyrði hann segja: Suzanne. Þetta var eins og í hryllingsmynd: Suzanne,“ segir Suzanne. Hún reyndi að gera sig eins litla og hún mögulega gat, enda hræddist hún um líf sitt. „Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin. Ég var algjörlega valdalaus.“Morguninn breyttist í martröð Suzanne var í Mexíkó til að sitja fyrir á myndum og sem betur fer komu þrír menn sem unnu við myndatökuna og björguðu henni. Hún fór með þeim að fá sér eitthvað í gogginn og sneri síðan aftur á hótelherbergi sitt til að vera í friði. Þegar hún vaknaði, gerðist nokkuð enn þá verra. „Þegar ég vaknaði um morguninn var ljósmyndari að taka myndir af mér,“ segir Suzanne og heldur áfram. „Hann segir við mig: Ó, þú ert svo fögur. Þú ert svo falleg. Ég tek myndir fyrir Playboy og þú ert með föngulegan líkama. Ef þú situr fyrir í Playboy færðu 15.000 dollara. Leyfðu mér bara að taka nokkrar myndir.“ Suzanne hafði tekið að sér upprunalegu myndatökuna í Mexíkó til að greiða skuldir. Hún var á barmi gjaldþrots á þessum tíma og samþykkti því að láta mynda sig fyrir Playboy.Kærði Playboy Seinna meir fékk hún að vita að hún hefði verið valin leikfélagi (e. Playmate). Hún hafnaði því boði. Myndirnar voru hins vegar birtar nokkrum árum síðar þegar hún sló í gegn í sjónvarpsþættinum Three’s Company. Þá lenti hún í vandræðum með auglýsingasamninga og framleiðendur þáttanna en bjargaði ferlinum með því að deila sögu sinni með blaðamanni Associated Press, Vernon Scott. Eftir að sagan birtist opinberlega, fann Suzanne fyrir miklum stuðningi og kærði tímaritið Playboy fyrir myndabirtinguna. Fregnir herma að hún hafi fengið 50.000 dollara í skaðabætur, sem hún gaf í góðgerðarmál. Joyce DeWitt, John Ritter og Suzanne Somers í hlutverkum sínum í Three's Company. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Leikkonan Suzanne Somers sló í gegn í þáttunum Three’s Company á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Hún var að gefa út bókina Two’s Company: A Fifty-Year Romance with Lessons Learned in Love, Life & Business, en í viðtali við tímaritið People lýsir hún hræðilegri reynslu sem hún lenti í í Mexíkó á áttunda áratugnum. „Ég lá við sundlaugina og allt í einu var óhugnalegur náungi þar,“ segir Suzanne og bætir við að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hann bauð henni gras, sem hún neitaði, og reyndi síðan að kyssa hana. Nýja bókin hennar Suzanne. „Hann datt á mig og ég hljóp inn í hús. Ég var ein með þessu óhugnalega gaur og ég hugsaði: Það er öllum hér sama um mig. Hvað gerist ef ég hleyp niður að sjó? Ég faldi mig í húsinu og heyrði hann segja: Suzanne. Þetta var eins og í hryllingsmynd: Suzanne,“ segir Suzanne. Hún reyndi að gera sig eins litla og hún mögulega gat, enda hræddist hún um líf sitt. „Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin. Ég var algjörlega valdalaus.“Morguninn breyttist í martröð Suzanne var í Mexíkó til að sitja fyrir á myndum og sem betur fer komu þrír menn sem unnu við myndatökuna og björguðu henni. Hún fór með þeim að fá sér eitthvað í gogginn og sneri síðan aftur á hótelherbergi sitt til að vera í friði. Þegar hún vaknaði, gerðist nokkuð enn þá verra. „Þegar ég vaknaði um morguninn var ljósmyndari að taka myndir af mér,“ segir Suzanne og heldur áfram. „Hann segir við mig: Ó, þú ert svo fögur. Þú ert svo falleg. Ég tek myndir fyrir Playboy og þú ert með föngulegan líkama. Ef þú situr fyrir í Playboy færðu 15.000 dollara. Leyfðu mér bara að taka nokkrar myndir.“ Suzanne hafði tekið að sér upprunalegu myndatökuna í Mexíkó til að greiða skuldir. Hún var á barmi gjaldþrots á þessum tíma og samþykkti því að láta mynda sig fyrir Playboy.Kærði Playboy Seinna meir fékk hún að vita að hún hefði verið valin leikfélagi (e. Playmate). Hún hafnaði því boði. Myndirnar voru hins vegar birtar nokkrum árum síðar þegar hún sló í gegn í sjónvarpsþættinum Three’s Company. Þá lenti hún í vandræðum með auglýsingasamninga og framleiðendur þáttanna en bjargaði ferlinum með því að deila sögu sinni með blaðamanni Associated Press, Vernon Scott. Eftir að sagan birtist opinberlega, fann Suzanne fyrir miklum stuðningi og kærði tímaritið Playboy fyrir myndabirtinguna. Fregnir herma að hún hafi fengið 50.000 dollara í skaðabætur, sem hún gaf í góðgerðarmál. Joyce DeWitt, John Ritter og Suzanne Somers í hlutverkum sínum í Three's Company.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira