Ekta íslensk sveitaþrjóska Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. febrúar 2017 10:00 Jóhannes Gunnar Þorsteinsson hefur haldið Isolation game jam síðan 2014. Á bænum Kollafossi er starfrækt svokallað Game farm, en þar er á hverju ári boðið upp á Isolation Game jam, þar sem tölvuleikjahönnuðum er boðið að koma og njóta kyrrðarinnar og hanna tölvuleiki. „Þessi Game jams eru mjög stórt fyrirbæri um allan heim. Þetta er eins og þegar tónlistarmenn djamma saman – taka upp hljóðfærin og leika sér og kannski kemur eitthvað skemmtilegt út úr því. Ég hafði tekið þátt í svona Game jam í gegnum netið, en svo sá ég auglýst Game jam í Danmörku og það var auglýst að það væri lengst úti í sveit sem mér fannst mjög spennandi. Þetta var haldið rétt hjá Hróarskeldu – það var búð þarna, stór skóli og allt malbikað. Þannig að ég grínaðist í þeim sem voru að halda það að ég gæti nú gert betur þannig að þeir mönuðu mig út í að láta vaða sem og ég gerði. Fyrstu gestirnir fyrsta árið voru flestir fólk sem var á þessu Game jam í Danmörku og það heppnaðist svo fjári vel að maður hefur bara verið í þessu síðan,“ segir Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjahönnuður sem býr á Kollafossi í Vesturárdal og heldur þar ár hvert svokallað Game jam – en þá fær hann til sín tölvuleikjahönnuði alls staðar að úr heiminum til að hanna með sér tölvuleiki yfir heila helgi.Kollafoss er núna orðin svokallaður Game farm - eða leikjabær.Hvernig kemur svo til að tölvuleikjahönnuður er búsettur lengst úti í sveit? „Ég er fæddur og uppalinn hérna í dalnum en maður flutti til baka eftir að hafa verið í leikjahönnunarnámi úti í Svíþjóð. Þegar ég kom aftur heim úr náminu þurfti ég að taka mér smá pásu frá borginni og fara í sveitina og þá náttúrlega kemst maður að því að það er rosalega erfitt að vinna í tækni og tölvuleikjaiðnaði lengst uppi í sveit. Ég fór að skoða vinnur hérna á Íslandi, en ég vildi ekki flytja í burtu úr sveitinni – það er þessi ekta sveitaþrjóska að halda sig á staðnum og reyna svo að redda sér.“Hvernig hefur gengið hjá ykkur? „Þetta hefur gengið mjög vel, það hefur verið að seljast upp hálftíma eftir að maður tilkynnir þetta – það er oft biðlisti, í fyrra voru til dæmis 30-40 manns, en ég er með pláss fyrir sjö til tíu manns, svona eftir því hversu þröngt maður vill hafa. Eftir að þetta gekk svona vel fór maður að prófa sig áfram og ég býð núna upp á „artist residency“ – það er svona til lengri tíma, einn mánuð eða tvær vikur og svona. Það hefur gengið aðeins hægar, það er kannski meira „scary“ að pakka niður í tösku og fara í þetta í mánuð. En það hafa alltaf komið einn og einn.“Kemur fólk alls staðar að úr heiminum? „Jájá – Íslendingarnir eru reyndar latastir. En það eru jú reyndar alltaf alveg einn til tveir Íslendingar, en þetta er aðallega fólk frá og sem hefur verið í skóla á Norðurlöndunum. En svo hafa alltaf týnst inn á milli annars staðar frá – einn frá Kanada, einn frá Suður-Afríku og einn frá Rúmeníu sem hefur komið öll árin.“Þarf ekki bara að fara að byggja við bæinn til að höndla vinsældirnar? „Það liggur við, það reyndar hafði samband við mig arkitekt sem var að útskrifast sem fannst þessi Game jam svo góð hugmynd að hann bauðst til að teikna upp fyrir mig fyrstu drög af mögulegri stækkun, þannig að maður er allavega með það í vasanum, en ég veit nú ekki hvenær það verður,“ segir Jóhannes hlæjandi. Sala í næsta Isolation Game jam fer fram á morgun, miðvikudaginn 1. mars, og fer djammið sjálft fram 7. til 11. júní. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Á bænum Kollafossi er starfrækt svokallað Game farm, en þar er á hverju ári boðið upp á Isolation Game jam, þar sem tölvuleikjahönnuðum er boðið að koma og njóta kyrrðarinnar og hanna tölvuleiki. „Þessi Game jams eru mjög stórt fyrirbæri um allan heim. Þetta er eins og þegar tónlistarmenn djamma saman – taka upp hljóðfærin og leika sér og kannski kemur eitthvað skemmtilegt út úr því. Ég hafði tekið þátt í svona Game jam í gegnum netið, en svo sá ég auglýst Game jam í Danmörku og það var auglýst að það væri lengst úti í sveit sem mér fannst mjög spennandi. Þetta var haldið rétt hjá Hróarskeldu – það var búð þarna, stór skóli og allt malbikað. Þannig að ég grínaðist í þeim sem voru að halda það að ég gæti nú gert betur þannig að þeir mönuðu mig út í að láta vaða sem og ég gerði. Fyrstu gestirnir fyrsta árið voru flestir fólk sem var á þessu Game jam í Danmörku og það heppnaðist svo fjári vel að maður hefur bara verið í þessu síðan,“ segir Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjahönnuður sem býr á Kollafossi í Vesturárdal og heldur þar ár hvert svokallað Game jam – en þá fær hann til sín tölvuleikjahönnuði alls staðar að úr heiminum til að hanna með sér tölvuleiki yfir heila helgi.Kollafoss er núna orðin svokallaður Game farm - eða leikjabær.Hvernig kemur svo til að tölvuleikjahönnuður er búsettur lengst úti í sveit? „Ég er fæddur og uppalinn hérna í dalnum en maður flutti til baka eftir að hafa verið í leikjahönnunarnámi úti í Svíþjóð. Þegar ég kom aftur heim úr náminu þurfti ég að taka mér smá pásu frá borginni og fara í sveitina og þá náttúrlega kemst maður að því að það er rosalega erfitt að vinna í tækni og tölvuleikjaiðnaði lengst uppi í sveit. Ég fór að skoða vinnur hérna á Íslandi, en ég vildi ekki flytja í burtu úr sveitinni – það er þessi ekta sveitaþrjóska að halda sig á staðnum og reyna svo að redda sér.“Hvernig hefur gengið hjá ykkur? „Þetta hefur gengið mjög vel, það hefur verið að seljast upp hálftíma eftir að maður tilkynnir þetta – það er oft biðlisti, í fyrra voru til dæmis 30-40 manns, en ég er með pláss fyrir sjö til tíu manns, svona eftir því hversu þröngt maður vill hafa. Eftir að þetta gekk svona vel fór maður að prófa sig áfram og ég býð núna upp á „artist residency“ – það er svona til lengri tíma, einn mánuð eða tvær vikur og svona. Það hefur gengið aðeins hægar, það er kannski meira „scary“ að pakka niður í tösku og fara í þetta í mánuð. En það hafa alltaf komið einn og einn.“Kemur fólk alls staðar að úr heiminum? „Jájá – Íslendingarnir eru reyndar latastir. En það eru jú reyndar alltaf alveg einn til tveir Íslendingar, en þetta er aðallega fólk frá og sem hefur verið í skóla á Norðurlöndunum. En svo hafa alltaf týnst inn á milli annars staðar frá – einn frá Kanada, einn frá Suður-Afríku og einn frá Rúmeníu sem hefur komið öll árin.“Þarf ekki bara að fara að byggja við bæinn til að höndla vinsældirnar? „Það liggur við, það reyndar hafði samband við mig arkitekt sem var að útskrifast sem fannst þessi Game jam svo góð hugmynd að hann bauðst til að teikna upp fyrir mig fyrstu drög af mögulegri stækkun, þannig að maður er allavega með það í vasanum, en ég veit nú ekki hvenær það verður,“ segir Jóhannes hlæjandi. Sala í næsta Isolation Game jam fer fram á morgun, miðvikudaginn 1. mars, og fer djammið sjálft fram 7. til 11. júní.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira