Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 14:17 Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. Vísir/GVA Tökur á þætti í fjórðu seríu Black Mirror fóru fram í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi en kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð við tökurnar. Þegar taka átti upp senu við Ráðhús Reykjavíkur í Tjarnargötu vildu aðstandendur þáttarins hafa kveikt ljós í húsum nærri tökustað. Þá höfðu þeir einnig augastað á malarbílastæði sem er á móti skrifstofu Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu til að geyma bíla og tökuvagna. Til þess þurftu þeir að hafa samband við Alþingi sem á malarbílastæði og nokkur hús í nágrenni við Ráðhúsið en þar á meðal var farið fram á að kveikt yrði ljós í skrifstofu Pírata í Vonarstræti. Píratarnir fengu veður af því og settu því fána flokksins í einn glugga skrifstofunnar ef ske kynni að sá gluggi muni sjást í þættinum.John Hillcoat er leikstjóri þáttarins sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPALeikstjóri þáttarins sem tekinn er upp hér á landi er John Hillcoat sem á að baki myndirnar The Road, Lawless, The Proposition og Triple 9. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.Á vef Tracking Board er fjallað um ráðningu John Hillcoat en hann er þar talinn eiga að leikstýra þætti sem er sagður bera heitið Crocodile.Andrea Riseborough hefur verið orðuð við hlutverk í þættinum sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPA Ekki hafa fengist fregnir af söguþræðinum aðrar en að tvær konur eiga að vera í aðalhlutverki að því er fram kemur á vef Tracking Board. Þar er jafnframt leikkonan Andrea Riseborough orðuð við eitt af aðalhlutverkunum en hún á að baki hlutverk í myndunum Birdman, Oblivion og Nocturnal Animals. Fyrsti þátturinn af Black Mirror var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. Alþingi Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Tökur á þætti í fjórðu seríu Black Mirror fóru fram í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi en kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð við tökurnar. Þegar taka átti upp senu við Ráðhús Reykjavíkur í Tjarnargötu vildu aðstandendur þáttarins hafa kveikt ljós í húsum nærri tökustað. Þá höfðu þeir einnig augastað á malarbílastæði sem er á móti skrifstofu Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu til að geyma bíla og tökuvagna. Til þess þurftu þeir að hafa samband við Alþingi sem á malarbílastæði og nokkur hús í nágrenni við Ráðhúsið en þar á meðal var farið fram á að kveikt yrði ljós í skrifstofu Pírata í Vonarstræti. Píratarnir fengu veður af því og settu því fána flokksins í einn glugga skrifstofunnar ef ske kynni að sá gluggi muni sjást í þættinum.John Hillcoat er leikstjóri þáttarins sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPALeikstjóri þáttarins sem tekinn er upp hér á landi er John Hillcoat sem á að baki myndirnar The Road, Lawless, The Proposition og Triple 9. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.Á vef Tracking Board er fjallað um ráðningu John Hillcoat en hann er þar talinn eiga að leikstýra þætti sem er sagður bera heitið Crocodile.Andrea Riseborough hefur verið orðuð við hlutverk í þættinum sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPA Ekki hafa fengist fregnir af söguþræðinum aðrar en að tvær konur eiga að vera í aðalhlutverki að því er fram kemur á vef Tracking Board. Þar er jafnframt leikkonan Andrea Riseborough orðuð við eitt af aðalhlutverkunum en hún á að baki hlutverk í myndunum Birdman, Oblivion og Nocturnal Animals. Fyrsti þátturinn af Black Mirror var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir.
Alþingi Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12