Byggingarfulltrúi Reykjavíkur ósáttur við gagnrýni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum. Honum finnst óvægið að ráðist sé svona að starfsmönnum embættisins sem þurfi að vinna eftir lögum og reglum sem settar eru. Formaður Samtaka iðnaðarins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að flækjustig í afreiðslu umsókna til sveitarfélaga og ríkisins vegna framkvæmda hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og sé sínu verst í Reykjavík en svipaða sögu sé að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík er ósáttur við þessa gagnrýni. „Í þessu viðtali sem þú vísar til að þar er talað um að það sé mjög mikið af kvörtunum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þannig að kannski væri rétt að líta í eigin rann og sjá hvers kyns kvartanir þetta eru,“ segir Nikulás Úlfur Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Nikulás segir það hag embættisins að afgreiða umsóknir, til dæmis vegna byggingarleyfa, hratt og vel en mörg embætti koma að afgreiðslu umsókna. „Öll eru þessi embætti að vinna samkvæmt lögum og reglum sem þeim ber að framfylgja og þau fara yfir teikningar sem hingað berast og gera við það athugasemdir ef að þurfa þykir,“ segir Nikulás. Nikulás segir mikla þenslu í framkvæmdum í Reykjavík og mikið að umsóknum hafi borist að undanförnu. „Okkur hefur fundist upp á síðkastið að gæði gagna sem hingað berast eru að minnka,“ segir Nikulás. Á síðustu tveimur árum hefur Byggingafulltrúinn í Reykjavík afgreitt næst flestar umsóknir vegna íbúða síðan 1972. Nikulás segir að eðlilegur afgreiðslutími umsókna, séu gögn í lagi, sé tvær til þrjár vikur. Hann segir ýmislegt geta valdið því a afgreiðsla umsókna tefjist. „Það er alls ekki vegna þess að við séum að liggja á hlutum eða með einhver geðþótta og viljum hanga hérna á málum. Það er ekki þannig,“ segir Nikulás. Formaður Samtaka iðnaðarins óskaði í maí eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins en vegna sumarleyfa og annarra verkefna fengu samtökin ekki úthlutaðan fundartíma fyrr en í byrjun ágúst tæpum þremur mánuðum síðar. Nikulás vísar á bug gagnrýni á afgreiðsluhraða embættisins. „Mér finnst þetta órökstutt. Það væri gaman að fá viðtal við þetta fólk. Það yrði farsælla að það kæmi hingað og talaði við mig heldur en að fara með svona hluti í fjölmiðla,“ segir Nikulás. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum. Honum finnst óvægið að ráðist sé svona að starfsmönnum embættisins sem þurfi að vinna eftir lögum og reglum sem settar eru. Formaður Samtaka iðnaðarins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að flækjustig í afreiðslu umsókna til sveitarfélaga og ríkisins vegna framkvæmda hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og sé sínu verst í Reykjavík en svipaða sögu sé að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík er ósáttur við þessa gagnrýni. „Í þessu viðtali sem þú vísar til að þar er talað um að það sé mjög mikið af kvörtunum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þannig að kannski væri rétt að líta í eigin rann og sjá hvers kyns kvartanir þetta eru,“ segir Nikulás Úlfur Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Nikulás segir það hag embættisins að afgreiða umsóknir, til dæmis vegna byggingarleyfa, hratt og vel en mörg embætti koma að afgreiðslu umsókna. „Öll eru þessi embætti að vinna samkvæmt lögum og reglum sem þeim ber að framfylgja og þau fara yfir teikningar sem hingað berast og gera við það athugasemdir ef að þurfa þykir,“ segir Nikulás. Nikulás segir mikla þenslu í framkvæmdum í Reykjavík og mikið að umsóknum hafi borist að undanförnu. „Okkur hefur fundist upp á síðkastið að gæði gagna sem hingað berast eru að minnka,“ segir Nikulás. Á síðustu tveimur árum hefur Byggingafulltrúinn í Reykjavík afgreitt næst flestar umsóknir vegna íbúða síðan 1972. Nikulás segir að eðlilegur afgreiðslutími umsókna, séu gögn í lagi, sé tvær til þrjár vikur. Hann segir ýmislegt geta valdið því a afgreiðsla umsókna tefjist. „Það er alls ekki vegna þess að við séum að liggja á hlutum eða með einhver geðþótta og viljum hanga hérna á málum. Það er ekki þannig,“ segir Nikulás. Formaður Samtaka iðnaðarins óskaði í maí eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins en vegna sumarleyfa og annarra verkefna fengu samtökin ekki úthlutaðan fundartíma fyrr en í byrjun ágúst tæpum þremur mánuðum síðar. Nikulás vísar á bug gagnrýni á afgreiðsluhraða embættisins. „Mér finnst þetta órökstutt. Það væri gaman að fá viðtal við þetta fólk. Það yrði farsælla að það kæmi hingað og talaði við mig heldur en að fara með svona hluti í fjölmiðla,“ segir Nikulás.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira