Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 09:00 Hanna Kristín segir Magnús sitja um sig. Hann setji sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins, komi að heimili hennar til að athuga hvort hún sé heima og að áreitinu linni aldrei. Hanna Kristín Hanna Kristín Skaftadóttir spyr sig hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum, Magnúsi Jónssyni sem áður var forstjóri Atorku. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilsofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilsofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni.Sjá einnig: Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Hanna Kristín segir Magnús sitja um sig. Hann setji sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins, komi að heimili hennar til að athuga hvort hún sé heima og að áreitinu linni aldrei.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurGerði lögreglu viðvart í gærkvöldi Hanna sótti um nálgunarbann gegn honum en því var hafnað þann 26. júlí síðastliðinn. Í samtali við Vísi segir lögmaður hennar, Arnar Þór Stefánsson, að rökstuðningurinn fyrir höfnuninni hafi verið lítill sem enginn. Þau munu kæra málið til ríkissaksóknara fyrir vikulok. „Við erum búin að safna í sarpinn því hann er jú alltaf að hafa samband. Með því að hann hafi samband þá býr hann til gögn til stuðnings nálgunarbanninu,“ segir Arnar Þór og bætir við að þessi gögn verði svo lögð fram til ríkissaksóknara til staðfestingar á því að hann láti Hönnu ekki í friði. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain“- samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um sé að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem „ekkert er gert í bili en brjóti hann aftur af sér innan ákveðins tíma verði málið tekið upp að nýju,“ útskýrir Arnar Þór. „Á meðan gengur hann lausum hala á Íslandi og heldur áfram að áreita brotaþolann.“Líður eins og fanga Hanna gerði lögreglu viðvart í gærkvöldi en spyr sig hvað þurfi eiginlega til svo það nálgunarbannið sé samþykkt enda líði henni eins og fanga. Frelsi hennar sé lítið sem ekkert. „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur? Að hann hafi í beinum orðum haft í hótunum við mig? Að hann hafi birt nektarmynd af mér á Facebook? Að hann setji sig stöðugt í samband við mig allan sólarhringinn? Að hann komi upp að heimili mínu til að athuga hvort ég sé heima? Að hann sé með ágiskanir um að ég sé að hitta hinn og þennan mann og leiti þá uppi?“ spyr Hanna í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Þá hafi hann fyrir um þremur vikum síðan verið handtekinn af sérssveitinni fyrir ölvunarakstur. „Sérsveitin. Eftir ölvunarakstur. Hvernig getur lögreglan talið að öryggi mínu sé ekki ógnað?“ undrast Hanna. „Hvar drögum við mörkin? Hvað er hægt að gera?“Ekkert líf fyrir þá sem þola áreiti Hún segir tilfinninguna sem fylgi því að standa í þessu einkennast af „skrýtnu samblandi af baráttuvilja en á sama tíma fullkomnum skorti á þreki og depurð. Mikill ótti en samt öryggi í að á einhverjum tímapunkti mun eitthvað svo slæmt gerast og þá verður hann handtekinn. En hvað þarf til?“ spyr hún. „Þetta er ekkert líf fyrir þann sem þarf að þola stöðugt áreiti. Maður einangrast mikið og upplifir vanmátt gagnvart aðstæðum. Ég lít stöðugt um öxl þegar ég fer út að skokka ein. Opna hurðina heima varlega og lít í kringum mig.“ Hanna Kristín segir það býsna mikla áskorun að standa keik í þessum aðstæðum og viðurkenna vanmátt sinn. Að þurfa að horfast í augu við að þetta séu aðstæður hennar núna og „vonandi kemur betra tímabil eftir þetta.“ Það að hlusta á hlátur drengjanna hennar og óttaleysi segir hún að fleyti sér áfram - „að hjálpar mér að vera sterk og brosa. Sama hversu erfitt þetta er.“ Magnús Jónsson svaraði ekki símhringingum frá Vísi í morgun. Færslu Hönnu má lesa hér að neðan. Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30 Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Hanna Kristín Skaftadóttir spyr sig hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum, Magnúsi Jónssyni sem áður var forstjóri Atorku. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilsofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilsofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni.Sjá einnig: Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Hanna Kristín segir Magnús sitja um sig. Hann setji sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins, komi að heimili hennar til að athuga hvort hún sé heima og að áreitinu linni aldrei.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurGerði lögreglu viðvart í gærkvöldi Hanna sótti um nálgunarbann gegn honum en því var hafnað þann 26. júlí síðastliðinn. Í samtali við Vísi segir lögmaður hennar, Arnar Þór Stefánsson, að rökstuðningurinn fyrir höfnuninni hafi verið lítill sem enginn. Þau munu kæra málið til ríkissaksóknara fyrir vikulok. „Við erum búin að safna í sarpinn því hann er jú alltaf að hafa samband. Með því að hann hafi samband þá býr hann til gögn til stuðnings nálgunarbanninu,“ segir Arnar Þór og bætir við að þessi gögn verði svo lögð fram til ríkissaksóknara til staðfestingar á því að hann láti Hönnu ekki í friði. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain“- samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um sé að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem „ekkert er gert í bili en brjóti hann aftur af sér innan ákveðins tíma verði málið tekið upp að nýju,“ útskýrir Arnar Þór. „Á meðan gengur hann lausum hala á Íslandi og heldur áfram að áreita brotaþolann.“Líður eins og fanga Hanna gerði lögreglu viðvart í gærkvöldi en spyr sig hvað þurfi eiginlega til svo það nálgunarbannið sé samþykkt enda líði henni eins og fanga. Frelsi hennar sé lítið sem ekkert. „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur? Að hann hafi í beinum orðum haft í hótunum við mig? Að hann hafi birt nektarmynd af mér á Facebook? Að hann setji sig stöðugt í samband við mig allan sólarhringinn? Að hann komi upp að heimili mínu til að athuga hvort ég sé heima? Að hann sé með ágiskanir um að ég sé að hitta hinn og þennan mann og leiti þá uppi?“ spyr Hanna í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Þá hafi hann fyrir um þremur vikum síðan verið handtekinn af sérssveitinni fyrir ölvunarakstur. „Sérsveitin. Eftir ölvunarakstur. Hvernig getur lögreglan talið að öryggi mínu sé ekki ógnað?“ undrast Hanna. „Hvar drögum við mörkin? Hvað er hægt að gera?“Ekkert líf fyrir þá sem þola áreiti Hún segir tilfinninguna sem fylgi því að standa í þessu einkennast af „skrýtnu samblandi af baráttuvilja en á sama tíma fullkomnum skorti á þreki og depurð. Mikill ótti en samt öryggi í að á einhverjum tímapunkti mun eitthvað svo slæmt gerast og þá verður hann handtekinn. En hvað þarf til?“ spyr hún. „Þetta er ekkert líf fyrir þann sem þarf að þola stöðugt áreiti. Maður einangrast mikið og upplifir vanmátt gagnvart aðstæðum. Ég lít stöðugt um öxl þegar ég fer út að skokka ein. Opna hurðina heima varlega og lít í kringum mig.“ Hanna Kristín segir það býsna mikla áskorun að standa keik í þessum aðstæðum og viðurkenna vanmátt sinn. Að þurfa að horfast í augu við að þetta séu aðstæður hennar núna og „vonandi kemur betra tímabil eftir þetta.“ Það að hlusta á hlátur drengjanna hennar og óttaleysi segir hún að fleyti sér áfram - „að hjálpar mér að vera sterk og brosa. Sama hversu erfitt þetta er.“ Magnús Jónsson svaraði ekki símhringingum frá Vísi í morgun. Færslu Hönnu má lesa hér að neðan.
Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30 Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30
Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30
Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Magnús Jónsson var kvæntur dóttur Þorsteins Vilhelmssonar. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. 11. apríl 2017 10:00