Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2017 09:30 Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku. Vísir/Hörður Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku Group, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ummælin féllu á Facebook í desember og ákváðu dómararnir að stefna honum vegna þeirra.Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/Valli„Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í síðustu viku. Ummæli Magnúsar tengdust dómi sem féll í einkamáli í Hæstarétti á síðasta ári en Magnús var ekki sáttur við niðurstöðuna. Málið snerist um fjárskipti Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans sem tekist var á um fyrir dómstólum. Benedikt var einn þeirra sem kvað upp dóminn. Magnús er sem fyrr segir best þekktur sem forstjóri Atorku Group sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun en það sérhæfði sig í alþjóðlegum fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/ValliBaðst afsökunar „Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en Benedikt og Karl ákváðu að láta málið niður falla þar sem Magnús féllst á að draga ummælin til baka. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts og Karls í málinu, segir Magnús hafa viðurkennt að orðin sem hann lét falla væru röng og tilhæfulaus með öllu. „Umbjóðendur mínir eru ánægðir með þau málalok og þess vegna verður málið fellt niður í vikunni.“ Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku Group, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ummælin féllu á Facebook í desember og ákváðu dómararnir að stefna honum vegna þeirra.Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/Valli„Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í síðustu viku. Ummæli Magnúsar tengdust dómi sem féll í einkamáli í Hæstarétti á síðasta ári en Magnús var ekki sáttur við niðurstöðuna. Málið snerist um fjárskipti Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans sem tekist var á um fyrir dómstólum. Benedikt var einn þeirra sem kvað upp dóminn. Magnús er sem fyrr segir best þekktur sem forstjóri Atorku Group sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun en það sérhæfði sig í alþjóðlegum fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/ValliBaðst afsökunar „Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en Benedikt og Karl ákváðu að láta málið niður falla þar sem Magnús féllst á að draga ummælin til baka. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts og Karls í málinu, segir Magnús hafa viðurkennt að orðin sem hann lét falla væru röng og tilhæfulaus með öllu. „Umbjóðendur mínir eru ánægðir með þau málalok og þess vegna verður málið fellt niður í vikunni.“
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira