Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2017 09:30 Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku. Vísir/Hörður Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku Group, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ummælin féllu á Facebook í desember og ákváðu dómararnir að stefna honum vegna þeirra.Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/Valli„Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í síðustu viku. Ummæli Magnúsar tengdust dómi sem féll í einkamáli í Hæstarétti á síðasta ári en Magnús var ekki sáttur við niðurstöðuna. Málið snerist um fjárskipti Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans sem tekist var á um fyrir dómstólum. Benedikt var einn þeirra sem kvað upp dóminn. Magnús er sem fyrr segir best þekktur sem forstjóri Atorku Group sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun en það sérhæfði sig í alþjóðlegum fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/ValliBaðst afsökunar „Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en Benedikt og Karl ákváðu að láta málið niður falla þar sem Magnús féllst á að draga ummælin til baka. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts og Karls í málinu, segir Magnús hafa viðurkennt að orðin sem hann lét falla væru röng og tilhæfulaus með öllu. „Umbjóðendur mínir eru ánægðir með þau málalok og þess vegna verður málið fellt niður í vikunni.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku Group, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ummælin féllu á Facebook í desember og ákváðu dómararnir að stefna honum vegna þeirra.Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/Valli„Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í síðustu viku. Ummæli Magnúsar tengdust dómi sem féll í einkamáli í Hæstarétti á síðasta ári en Magnús var ekki sáttur við niðurstöðuna. Málið snerist um fjárskipti Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans sem tekist var á um fyrir dómstólum. Benedikt var einn þeirra sem kvað upp dóminn. Magnús er sem fyrr segir best þekktur sem forstjóri Atorku Group sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun en það sérhæfði sig í alþjóðlegum fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/ValliBaðst afsökunar „Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en Benedikt og Karl ákváðu að láta málið niður falla þar sem Magnús féllst á að draga ummælin til baka. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts og Karls í málinu, segir Magnús hafa viðurkennt að orðin sem hann lét falla væru röng og tilhæfulaus með öllu. „Umbjóðendur mínir eru ánægðir með þau málalok og þess vegna verður málið fellt niður í vikunni.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira