Innlent

Slökkviliðið kallað út í Setbergsskóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slökkviliðið er nú að reykræsta í skólanum.
Slökkviliðið er nú að reykræsta í skólanum. Vísir/STefán
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í Setbergsskóla klukkan 12:10 í dag vegna elds sem kom upp á salerni skólanum í hádeginu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu slasaðist enginn og var búið að slökkva eldinn þegar slökkvliðið kom á staðinn.

Er slökkviliðið nú að reykræsta í skólanum.

Ekki fékkst samband við skólastjóra Setbergsskóla þegar hringt var í skólann til að spyrja nánar út í málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×