Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Benedikt Bóas skrifar 14. mars 2017 23:15 Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Vísir/Getty Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins. Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins.
Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38