Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Benedikt Bóas skrifar 14. mars 2017 23:15 Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Vísir/Getty Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins. Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira
Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins.
Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38